Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 11
Hjálparfoss. kynslóðir hafa risið hver af annari og barist hinni hörðu baráttu við náttúru- öflin, og síðan „horfið í gleymskunn- ar dá“. 1 dalnum eru aðeins þrjár jarðir byggðar, Hagi, Ásólfsstaðir og Skriðu- fell, en innar í dalnum gefur að líta rústir 18 eyðibýla. Undir Skeljafelli í austan verðum dalnum er talið að bær Hjalta Skeggjasonar hafi staðið. Þar nokkru innar er Stöng, þar sem Gaukur Trandilson bjó. Enn lifir lítið stef á vörum þjóðar- innar, sem er þannig: „önnur var mín æfin, þegar Gaukur bjó í Stöng. Þá var ekki leiðin til Steinastaða löng“. Bak við þetta stef er löng, en óskráð harmasaga. Sagan um fall Gauks, við höfða þann, neðst í dalnum, er síðan hefir verið við hann kenndur, og nefnd- ur Gaukshöfði. Nú ríkir auðn og öræfakyrrð á leik- vangi þeirrar æsku, er eitt sinn ólst þar upp, og lék sér að leggjum og kjálkum, byggði hús og hlöður, og söng og hló svo undir tók í gjám og klett- um. Æskan hér í dalnum á öndverðri 14. öld var áhyggjulaus og vonglöð, svo sem æskan er á öllum tímum. En dag nokkurn syrti að. Hið ægilegasta Heklugos, er sögur fara af, var hafið. Því fylgdu landskjálftar og öskufall, er gjöreyddu öllum gróðri og allri byggð, en fólkið varð að flýja dalinn sinn. — Auðnin og kyrrðin settust hér að veldisstóli. Við Sandá'

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.