Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 6
64 fyllti náttmyrkrið. Hann var æðis- genginn af reiði yfir því að Mowgli var ekki afhentur honum. ,,Já, öskraðu bara“, muldraði Bag- heera, „það mun koma sá tími, sem litli nakti froskurinn mun hlusta á þig öskra á allt annan hátt og með öðru lagi, ef ég þá þekki mennina rétt“. „Fallega af sér vikið“, sagðiAk- ela. „Mennirnir og börn þeirra eru mjög vitrir. Og með tímanum getur hann orðið okkur að miklu liði“. „Já, vissulega; frelsari á augna- bliki neyðarinnar, því að enginn get- ur gert sér von um að vera foringi flokksins um aldur og æfi“, sagði Bagheera. Akela sagði ekkert. Hann hugsaði til þess dags, sem fyr eða síðar hlaut að koma, þegar kraftar foringjans í flokknum bila, og honum fer smám saman að hrörna, uns að lokum úlf- arnir sjálfir drepa hann, og kjósa sér nýjan foringja — sem svo aftur verður drepinn, þegar hans tími er kominn. „Far þú á brott með hann“, sagði hann við Úlfapabba, „og æfðu hann í íþróttum þeim, sem hinum frjálsa úlfi sæmir“. Svona vildi það til að Mowgli varð viðurkenndur félagi í flokki hinna frjálsu Seeoneeúlfa, vegna þess, að Baloo mælti með honum, og Bagheera keypti frelsi hans og líf fyrir einn uxa. ★ Þó að þér ef til vill leiðist það, þá verður þú að sætta þig við að bregða þér tíu til tólf ár fram í tímann, og láta þér nægja að gera þér í hugar- lund hið furðulega líf, sem Mowgli ------------- unga ísland iifði á meðal úlfanna; því ef segja ætti alla þá sögu, myndi það fylla margar bækur. Hann óx með hvolp- unum, þó að þeir — eins og gefur að skilja — löngu væru orðnir stórir og fullþroskaðir úlfar, áður en hann sjálfur var orðinn stálpaður dreng- ur. Úlfapabbi kenndi honum, hvað hann ætti að starfa, hvað hitt og þetta þýddi í skóginum, að þekkja skrjáfið í laufinu, lyktina, sem barst með hinum milda kvöldblæ, væl ugl- unnar yfir höfði sér, hljóðið, þegar moldvarpan gróf göng sín í moldina, þegar leðurblakan flaug nærri hljóð- laust og hvíldi sig á trjánum; allar skvettur fiskanna í ám og tjörnum, og allt þetta hafði jafnmikla þýðingu fyrir Mowgli, eins og allar hinar mis- munandi tölur, sem bókhaldarinn verður að gæta, þegar hann heldur skrifstofubækur sínar. Þegar Úlfa- pabbi var ekki að kenna honum, lá Mowgli úti í sólskininu og svaf. Og ef hann var mjög syfjaður eða óhreinn, synti hann í hinum djúpu skógar- tjörnum, og ef hann langaði í hun- ang — því að Baloo kenndi honum að meta hunang og hnetur eins og hrátt kjöt — þá klifraði hann upp í trén og sótti það. Bagheera kenndi honum að klifra. Pardusinn lagðist flatur á grein uppi í trjánum og kall- aði til hans: „Og komdu nú, litli bróðir“. Fyrst í stað hélt Mowgli sér eins fast og hann gat í greinarnar — rétt eins og letidýr, en smátt og smátt komst hann á lagið að sveifla sér grein af grein — fimlega, eins og hinir gráu apar. Hann átti líka sitt fasta sæti á þingi úlfann. Og hann fann, að ef hann horfði fast í augu úlfanna, þá neyddi

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.