Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 8
ætlaði hann að hrista óvininn af sér, en það tókst ekki. Að vísu hentist hann fram yfir hausinn á héranum, en hélt sér föstum með tönnunum og klónum á framfótunum, og drógst til baka aftur eins og teygjuband. Hér- inn reyndi þetta hvað eftir annað, á-„ rangurslaust. Hann var of máttfarinn til þess. Og loks skildist honum, að nú var hans síðasta stund komin. Hann veinaði hátt og hljóp af stað, með óvininn um hálsinn beint af aug- um í áttina til skógarins. Refurinn lá enn undir greininni í skógarjaðrinum. Hann trúði varla sín- um eigin augum, þegar hann sá héra koma hlaupandi til sín, en hann var ekki lengi að komast á fætur- og hremma hann. í sama bili heyrði ref- urinn grimmdarlegt hvæs og fann að hann var bitinn óþyrmilega í hausinn. Hann sleppti héranum, en litli, hvíti ræninginn, sem vissi að hú voru þeir tveir um bráðina, réðist umsvifalaust á hann, þó hann væri margfalt stærri. Andartaki síðar lá hreysikötturinn dauður við hlið hérans og loks fékk refurinn góða máltíð. Morgun einn, snemma um vorið, lá refurinn í lynginu ekki langt frá greninu' sínu. Veturinn var liðinn með öllum sínum þrautum og þjáningum og hann hlustaði ánægjulega á vængjaþyt fuglanna í loftinu og suð- ið í skordýrunum, og gróðurangan jarðarinnar barst til hans með gol- unni. Allt í einu heyrði hann létt fóta- tak og reis á fætur. Annar refur kom hægt og rólega út. úr viðarrunna skammt frá og gekk léttilega yfir lyngið í áttina til hans. Hann fitjaði upp á trýnið, hárin risu á skottinu á honum og augun skutu gneistum. þeg- ar hann horfðist í augu við þennan óboðna gest. En gesturinn var hinn rólegasti. Hann leit ekki undan og gerði sig ekki líklegan til að fara.Hann dillaði skott- inu með blíðusvip og gerði sér alt far um að vera sem vingjarnlegastur. Grimmdarsvipurinn hvarf af refnum og hann hætti alveg að hugsa til á- floga. Hann sýndi sáttfýsi sína, með því að hreyfa ofurlítið endann á skottinu og nálgaðist gestinn hægt og hægt, en gesturinn stóð kyrr og horfði á refinn eins og hann væri að mæla hann og meta hátt og lágt. Ókunnugi refurinn var kvendýr, og henni leizt auðsjáanlega vel á refinn. Þau þefuðu hvort af öðru og hlupu síðan af stað hlið við hlið og vóru góðir vinir. Refurinn fór með hana inn í grenið og hún virti íbúðina fyrir sér, hátt og lágt. Þau bjuggust auðsjáanlega bæði við því, að hún yrði bráðum húsfreyja þarna. FELUMYND Stúlkan h^ldur að hún sé ein í skóg- inum. Er það rétt? 38 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.