Unga Ísland - 01.03.1941, Side 12

Unga Ísland - 01.03.1941, Side 12
Litlu varirnar urðu rósrauðar og brostu blíðlega til gömlu hjónanna. — Hvað er þetta? Hvað er þetta, hrópaði Jóhann gamli og signdi sig. En barnið hneigði höfuðið og teygði hendurnar fram á móti gömlu hjón- unum. — Jóhann! Jóhann! hrópaði María frá sér numin af gleði, skilur þú ekki, að guð hefir sent okkur lítið, lifandi barn? Hún beygði sig niður og tók litla barnið í arma sína og flýtti sár með það inn í húsið. En snjórinn féll afl Mjallhvíti, eins og eggjaskurnin utan af unganum og það var raun- veruleg, lítil stúlka, sem María hélt á í örmum sínum. Það leið löng stund áður en Jóhann þorði að trúa sínum eigin augum. En María var bara yfir sig glöð og varð aldrei þreytt á að segja nágrönnunum frá þessu kraftaverki, er skeð hafði. Mjallhvít litia óx. Hún óx svo ört, að gömlu hjónin voru alveg forviða, en með hverjum degi varð hún feg- urri og fegurri. Gömlu hjónin .voru svo glöð, að þau þekktu ekki sjálf sig. Heimilið þeirra varð nýtt. Hlátur og gleðisöngvar óm- uðu þar .úr hverju horni. Allar ungar stúlkur úr nágrenninu söfnuðust þar saman á kveldin, sungu og léku sér með Mjallhvíti. Þær kenndu henni að spinna og hún var svo námfús og hand- lagin, að það vakti furðu allra, er sáu. Vinnan var henni auðsjáanlega til gleði og ánægju, en sjálf var hún fram úr skarandi lagin að segja sög- ur. Rödd hennar var hrein og tær sem hljómur frá silfurklukkum. Mjallhvít hét hún, og var hvít eins og mjöllin og fögur eins og vatna- liljan. Augu hennar báru sama lit og blágresið, en andlitið var ævinlega svo fölt, að það var sem enginn blóð- dropi hefði þar nokkru sinni komið. 1 fyrstu kunni fólk þessu ekki vel, en smátt og smátt vandist það við að sjá hana svo föla og hvíta. Mjallhvít var góð og blíð við alla og allir í nágrenninu elskuðu hana. Gömlu hjónin elskuðu hana svo heitt. að þau hefðu aldrei getað elskað hana heitar, þótt hún hefði verið þeirra eigið barn. María gamla sagði líka oft: Finn- urðu ekki, Jóhann minn, hve góður guð er okkur í ellinni? Hann hefir viljað styrkja okkur með því að gefa okkur dóttur. Mér finnst nú, að ég hafi aldrei orðið fyrir nokkurri sorg allt mitt líf. En maðurinn hennar svaraði: Æ, María mín, gleðin er ekki eilíf. Og sorgin er heldur ekki eilíf. Það er guð sem ræður. Vetri var tekið að halla. Mjallhvít hafði verið glöðust allra hinna ungu, það var hún, sem kveikti gleðina í hjörtum allra, hvort sem það var í leik eða starfi. Svo kom vorið. Sólin skein heitara og heitara eftir því sem dagar liðu, lækirnir fossuðu og sungu, blómknapparnir sprungu út, og öll náttúran fagnaði sumri. En Mjallhvít var hrygg, svo hrygg. María veitti þessu athygli, og varð óróleg vegna barnsins síns. — Hvað er að þér? spurði hún. Mjallhvít svaraði ekki, liún bara grét. — Ertu lasin, elsku barnið mitt? — Nei, amma! — Hvers vegna ertu þá ekki leng- ur glöð og kát? Hefir einhver gert þér illt? — Nei, amma, ég er frísk og glöð, sagði Mjallhvít og reyndi að brosa. 42 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.