Unga Ísland - 01.06.1942, Side 19

Unga Ísland - 01.06.1942, Side 19
dýpkar heldur á sér og halda þeir svo leiðar sinnar meðfram ströndinni. Allt í einu opnast dalverpi milli hamraveggjanna, þröngt og lítiö. Beggja megin við það rís fjallið, með klettastöllum og gráum urðum. Dal- urinn er eins og ofurlítil skora inn í það. Á bökkunum fram við sjóinn stendur lítið, rauðmálað íbúöarhús og lítill viti framan við þaö. — Hvað skyldi þessi staður heita? hugsar Kári. Þetta dalverpi minnir hann á litla bæinn, þar sem hann átti einu sinni heima. Eitthvað líkt þessu hafði verið þar. NætUrfriður og ró ríkir í dalskorunni, og hvíld- arsvipur er þar yfir öllu. Bærinn og vitinn standa þarna svo hljóðlegir á sjávarbakkanum og hvítar kindur dreifa sér um brekkurnar upp af túninu. í fjörunni neðan við bakkana stendur lítill bátur, skoröaöur, upp af malarvör og aldan skolast um flúð- irnar fram af flæðarmálinu. Enginn maður sést á ferli, enda er alveg ný- lega orðiö fullbjart. — Þarna held ég, að ekki væri gaman að eiga heima, segir Pétur og spýtir munnvatni sínu út um stýris- hússgluggann alla leið fyrir borö. Kári svarar ekki. Dalurinn og bær- • inn, báturinn og fjaran upp af malar- vörinni, fela í sér hugþekk svipmót, sem honum getzt vel að. Þau snerta endurminningar, sem beizkja eöa vonbrigði varpa engum skugga á. Þaö er eins og hann mæti á förnum vegi gömlum vini, sem hann hefur ekki séð árum saman, skiptist á við hann nokkrum oröum, áöur en þeir kveðj- ast aftur og fara hvor sína leið. Já, hann hafði einu sinni átt heima á stað líkum þessum og þar hafði gleöi hans yfir lífinu verið fölskvalausari en nokkru sinni síðar. Hann var reyndar ungur þá, en hann er ekk- ert viss um, hvort það er nokkuð verra að eiga heima á svona stað en hvar annars staðar. En hann seg- ir það ekki. — Hvernig ætti Pétur að skilja þaö? Dalskoran hverfur aö ' baki og þeir halda áfram meðfram landinu. En nú fer hann að verða órólegur bg ekki viss um hvað gera skal, al- veg eins og Sveinn áður en peir komu að Látraröst daginn áður. — Ætlarðu lengi aö halda þessari stefnu? segir hann við Pétur, og Pét- ur verður strax á báöum áttum. — Á ekki að gera það? — Eg hélt, aö viö ættum að halda áfram norður, en ekki fara hér inn á ísafjarðardjúp, segir Kári þurrlega. — Sveinn! Halló, Sveinn! kallar Pétur hárri röddu og Sveinn rís upp með andfælum. •— Ha, hvaö er að? — Hvaö eigum við aö halda lengi áfram með landinu? Kári segir, að við séum að fara inh á ísafjörð, seg- ir Pétur. Sveini verður rórra. Hann gefur frá sér hljóð, sem drengirnir taka sem lítilsviröingu á sjómennsku þeirra. Fyrst lítur helzt út fyrir, að hann ætli að leggjast fyrir aftur, en hann hættir við það, kemur upp á stýrispallinn, þurrkar stírurnar úr augunum og lítur út. — Já, hér setjum við' strikið norð- ur yfir Djúpið, segir hann, tekur í stýrishjólið hjá Pétri og víkur bátn- um undan landi. En hann er ekki al- veg viss um stefnuna, og kvartar um það, hvað hann sé anzi muggaöur í norðrinu. UNGA fSLAND 93

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.