Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 17
Skýrsla stjórnar 15
Jón-Steinar Guðmundsson, form. Davíð Lúðvíksson
Guðmundur Þorbjörnsson Stefán Ingólfsson
Svana Helen Bjömsdóttir
Nefndin hélt alls 18 nefndarfundi. Störf nefndarinnar komu fram í 9 samlokufundum, 2 kapp-
ræðufundum, 2 fræðslufundum, fundi með þingmönnum úr verkfræðingastétt og 2 námskeið-
um, sjá nánar í lista yfir fundi, ráðstefnur o.fl. hér að aftan. Auk þess átti nefndin aðild að
ráðstefnu FRV um byggingareftirlit. Eg tel að með starfi kynningarnefndar hafi tekist að upp-
fylla markmið félagslaganna um kynningarmál, þar sem höfðað hefur verið til almennings,
stjórnvalda og fjölmiðla, auk þess sem félagsmenn hafa fengið gott tækifæri til að kynnast og
fræðast um störf hvers annars. Almennir fundir nefndarinnar hafa verið vel sóttir og fengið
ágæta umfjöllun í fjölmiðlum. Samlokufundirnir hafa heppnast vel og stuðlað að nánari
kynnum félagsmanna.
Auk funda og námskeiða hefur nefndin gert tillögur til stjórnar um ráðstefnur og talsmenn
félagsins í ákveðnum málaflokkum. Tillagan um talsmenn er mjög athyglisverð og kemur í
hlut næstu stjórnar að taka afstöðu til hennar.
6.5 Útgáfumál:
Útgáfunefnd annast útgáfu Tímarits VFI og Arbókar, jafnframt er hún stjórninni til ráðuneytis
um útgáfumál. I nefndinni sátu á starfsárinu:
Rögnvaldur S. Gíslason, formaður Birgir Jónsson
Guðni A. Jóhannesson Ríkharður Kristjánsson
Sigrún Pálsdóttir Sigurpáll Jónsson
Nefndin hélt alls 16 fundi á árinu. Störf nefndarinnar hafa beinst að:
Tímariti VFI. Nefndin hefur undirbúið útgáfu tveggja tölublaða Tímaritsins, annað fyrir árið
1986 og hitt fyrir 1987. Allt efni er tilbúið, styrkjum vegna útgáfunnar hefur verið safnað og
einungis skortir að stjórnin geti veitt því fé sem ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun 1988 til
útgáfunnar. Ritstjóri þessara tölublaða er Sigrún Pálsdóttir.
Arbók VFI 1988. Nefndin hefur undirbúið útgáfu fyrstu Arbókar félagsins. Efni hefur verið
safnað, stærð og brot ákveðið og uppsetning er langt komin. Gert er ráð fyrir að bókin verði
um 260 síður. Nefndinni hefur tekist að afla talsverðra tekna til að vega á móti kostnaði við
útgáfuna. Því miður hefur erfið fjárhagsstaða félagsins tafið bókina, en gert er ráð fyrir að hún
komi út ekki síðar en í júlílok. Ritstjóri Arbókarinnar er Birgir Jónsson.
Verktækni. Asamt Tæknifræðingafélagi Islands gefur félagið út Verktækni. Alls hafa komið
út 8 tölublöð á starfsárinu. Blaðið hefur reynst nokkuð dýrara en gert var ráð fyrir í fjárhags-
áætlun félagsins. Jafnframt hefur söfnun auglýsinga og innheimta orðið mun erfiðari en áður
°g hafa félögin því þurft að leggja blaðinu til rekstrarfé. Það hefur þó ekki nægt til að hægt
væri að gefa blaðið út í sama búningi og áður. Samhliða þessum fjárhagserfiðleikum útgáfunn-
ar og erfiðleikum við söfnun auglýsinga á síðastliðnu ári varð útkoma blaðsins mjög óregluleg
°g þurfti því margsinnis að senda til félagsmanna tilkynningar unt fundi og fleira, sem ella
hefðu einungis birst í blaðinu. í vetrarbyrjun var því ákveðið að grípa til sparnaðaraðgerða
>n.a. að minnka blaðið í 8 síður, en tryggja um leið reglulega útkomu þess.
Ritstjóri blaðsins er Jón Erlendsson, fulltrúi VFÍ í útgáfustjóm blaðsins var Rögnvaldur S.
Gíslason fram í nóvember, en þá hvarf hann úr stjóminni að eigin ósk og Kristinn Ó. Magnús-
son þáverandi framkvæmdastjóri tók við.
6.6 Handbók VFÍ:
Handbók VFÍ er orðin úrelt fyrir löngu, sama máli gegnir um síðustu félagaskrána, sem félags-
menn fengu í byrjun árs 1987. A miðju síðasta ári var því þáverandi framkvæmdastjóra falið
að hefja undirbúning að nýrri handbók og gert ráð fyrir að hann hefði samráð þar um við hags-