Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 81

Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 81
Vegagerð ríkisins 79 vegur yrði lagður. Sú lausn hefði að sjálfsögðu bætt samgöngurnar verulega, en hins vegar hefðu vegfarendur og Vegagerðin áfram setið uppi með tvö vandamál þ.e. sandfok og snjóþyngsli, sem hefðu orðið óbreytt áfram. Hins vegar hefði þessi lausn orðið 4-5 sinnum ódýrari í stofnkostnaði en nýr vegur. Þegar vegáætlun fyrir árin 1987-1990 var í smíðum var ákveðið að leggja nýjan veg um Mýrdalssand, milli Hjörleifshöfða og Skálmar. Skyldi vegurinn liggja á svipuðum stað og línan frá 1975. Til framkvæmdarinnar voru heimilaðar 15,0 m.kr. á árinu 1988 og 22,5 m.kr. á árinu 1989. Vorið 1987 var hafist handa við hönnun vegarins og endanleg veglína valin. Var hún um flest svipuð og lfnan frá 1975 nema hvað hún lá nú beint á brúna yfir Skálm, en sú fyrri hafði legið mun nær Alftaveri. Sumarið 1987 var ákveðið að hefja framkvæmdir strax það ár og voru útboðsgögn tilbúin um haustið. Framkvæmdir voru hafnar skömmu síðar. Brú á Blautukvísl var síðan byggð sumarið 1988. Vinna við undirbyggingu vegarins gekk hins vegar mun hægar en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk henni ekki fyrr en upp úr miðju ári 1988. Bundið slitlag var síðan lagt á veginn þá um haustið. Við hönnun vegarins var sýnt að ekki væri auðvelt að sjá hvar hafa þyrfti ræsi í gegnum veginn, þar sem fátt var um vatnsfarvegi. Var því ákveðið að setja þar ræsi sem þess þyrfti auðsjáanlega, en sjá að öðru leyti til. Veturinn 1988-89 kom í ljós að mikið vantaði á að þau ræsi sem sett höfðu verið í gegnum veginn nægðu fyrir það vatn sem kom fram sandinn. Kom m.a. í ljós að á a.m.k. einum stað, þ.e. í Vestri Kælinum myndi ræsi ekki nægja og þyrfti þar að byggja 10 m langa brú. A öðrum stöðum myndi nægja að fjölga ræsum. Þá þyrfti einnig að byggja nokkuð af görðum til að veita vatninu í ákveðna farvegi. Er ákveðið að gera þetta vorið 1989. Þegar þessum framkvæmdum verður lokið, má telja veginn fullbyggðan, nema hvað þá er eftir að sá í sandinn til að hefta sandfok og byggja garða við Blautukvísl, verði þess þörf. 2 Ölfusárós 2.1 Forsaga brúargeröar Hér á eftir eru taldir upp helstu atburðir sem marka leiðina að því lokamarki að ráðist var í byggingu brúar yfir Ölfusárós og lagningu vegar að henni: 1930. Jón Víðis mælir lauslega Óseyrartanga og Ölfusárós. Ekki er Ijóst hvort þessi land- mæling var vegna undirbúningsathugana á vega- og brúargerð á þessum stað. 1951. Tillöguflutningur á Alþingi: Sigurður Ó. Ólafsson leggur fram þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að láta rannsaka brúarstæði yfir Ölfusá hjá Óseyramesi og gera kostnaðaráætlun um brú þar (68. mál) og Jörundur Brynjólfsson leggur fram frumvarp til laga um að brú á Ölfusá hjá Óseyrarnesi verði sett á brúalög (73. mál). 1952. Vegagerð ríkisins mælir snið yfir Ósinn, gerir tillögu að brú og áætlar lauslega kostnað við brúargerðina. 1954. Alþingi tekur brú á Ölfusárós á brúarlög. 1955. Alþingi tekur veg að brúnni á vegalög. 1960. Tillöguflutningur á Alþingi. Unnar Stefánsson og Eggert G. Þorsteinsson flytja þings- ályktunartillögu um „að skora á ríkisstjómina að láta undirbúa byggingu brúar yfir Ölfusá á Óseyrarnesi og lagningu vegar sem tengi Þorlákshöfn við þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri og nærsveitir." 1962. Fyrirspum á Alþingi (Unnar Stefánsson). 1962. Gísli Sigurbjömsson sendir Ingólfi Jónssyni samgönguráðherra teikningar af brú yfir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Árbók VFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.