Árbók VFÍ - 01.01.1989, Qupperneq 107
Rarik 105
tengist útstöðin móðurstöð og tilkynnir atburð, en einnig getur móðurstöð tengst útstöð til
skoðunar, stýringa og gagnasöfnunar.
1.2 Þríþætt markmiö
Markmið fjargæslukerfisins er þríþætt:
* Gagnasöfnun. Eitt mikilvægasta markmiðið er að safna gögnum úr aðveitustöð. Hægt er að
velja tiltekna atburði eða mæligildi til geymslu sérstaklega, t.d. allar rofabreytingar, eða
straum, spennu og fasahorn á tiltekinni línu, t.d. á 5 mín. fresti. Við óeðlilega hegðun í aðveitu-
stöð skráir útstöðin mælingar frá því fyrir atburð þar til eftir atburð. Þannig er hægt að rekja
atburðarás í tímaröð eftir á og sjá hvort búnaður í aðveitustöð hefur brugðist rétt við.
* Fjarvísun. Þegar móðurstöð er tengd útstöð má skoða ástand í viðkomandi aðveitustöð á
líðandi stundu.
* Stýringar. Hægt er að fjarstýra rofum frá svæðisskrifstofu. í jafn dreifðu kerfi og Raf-
magnsveiturnar reka getur þetta verið mjög nauðsynlegt til að stytta straumleysi og auka þar
með afhendingaröryggi raforku til notenda.
1.3 Geta fjargæslukerfisins
I hönnun útstöðvar var gert ráð fyrir að hún gæti annað án breytinga u.þ.b. tvöfalt stærri
aðveitustöð en stærsta aðveitustöðin í raforkukerfi Rafmagnsveitnanna er í dag. Fjöldi staf-
rænna inn/út merkja getur verið 1.024 og fjöldi hliðrænna mælinga sá sami.
1.4 Uppbygging
Á næstu árum er áætlað að setja útstöðvar í allflestar aðveitustöðvar Rafmagnsveitnanna, eða
u.þ.b. 40 stöðvar, og einnig móðurstöðvar a.m.k. í hverja svæðisskrifstofu (5). Hönnunar- og
þróunarkostnaður við fjargæslukerfið er um 20 m.kr. á verðlagi í október 1988. Kostnaður
vegna tengingar fjargæslu í hverja aðveitustöð er að meðaltali um I m.kr. á sama verðlagi.
Aðallega er um að ræða kostnað vegna breytinga á aðveitustöðvunum sjálfum.
1.5 Tengd verkefni
Samhliða fjargæslukerfinu hefur verið hönnuð einföld útgáfa útstöðvar til orkumælinga.
Orkumælistöðvar safna púlsafjölda fyrir hvem hálftíma frá púlsgjöfum í kWh-mælum. Lesið
er frá orkumælistöðvum t.d. einu sinni á sólarhring. Þegar hafa verið settar upp 11 slíkar
stöðvar og áætlað er að setja upp 20 á næsta ári.
Þá hefur einnig verið hannaður aflgæslubúnaður til að fylgjast með í rauntímaþróun álags
innan hvers hálftíma. Búnaðurinn gengur á venjulega IBM PC/XT eða AT tölvu með EGA-
litaskjá. Framsetning á þróun afls innan hvers hálftíma er annars vegar í formi töflu, sem sýnir
meðalafl síðustu 2 mínútna, síðustu 10 mínútna, meðalafl tímans sem liðinn er af hálftíma
(stefnugildi afls) og spá út hálftímann, sem byggir á framangreindu, og hins vegar í formi
línurits með sömu upplýsingum sem þróast út hálftímann.
Meðalafl hvers hálftíma er skráð á disk, og í úrvinnslu er meðal annars hægt að skoða afl og
orku fyrir tiltekið tímabil. Fyrirhugað er að bæta í kerfið teikningu á álagskúrfum og
sjálfvirkum stýrimöguleikum fari spágildi afls upp fyrir sett mörk. Aflgæslubúnaðurinn hefur
verið í notkun hjá RARIK í tvö ár og hefur einnig verið settur upp hjá Hitaveitu Eyra og stefnt
er að uppsetningu hjá Rafveitu Hveragerðis og víðar.
Samhliða fjargæslukerfinu voru hönnuð og smíðuð sérstök ferjöld (transducers). Ferjöldin
eru sérstaklega athyglisverð, því þau taka inn mælingar á straum og spennu frá aðveitustöðinni
og gefa út á sviðinu 4 - 20 mA þrjár grunnstærðir; spennu, straum og fasahornið (0-360 gráð-
ur). Vegna beinnar tölvutengingar er þannig hægt að ráða framsetningu (straumstefna, raunafl,
launafl, sýndarafl og/eða cos <þ) án þess að nota mörg ferjöld.