Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 192
190 Árbók VFÍ 1988
gildi sem segir til um, hvernig samskiptin hafi gengið. Ef tæki hefur ekkert að senda, sendir
ekki EOI í lok samskipta, eða ekkert tæki tengt brautinni hefur hið tiltekna vistfang, bíður
spjaldið í ákveðinn, stillanlegan tíma eftir EOI frá tækinu. Ef ekki kemur EOI á þessum tíma,
hættir spjaldið að reyna og skilar tölunni 8 í breytuna Stafia samskipta.
Skipunin um að senda gögn er áþekk, þ.e. SEND(Vistfang, Strengur, Staða samskipta). Á
svipaðan hátt og með ENTER er tæki með tilteknu vistfangi sendur Strengur, og árangur
samskiptanna kemur fram í breytunni Staða samskipta.
Skipunin SPOLL(Vistfang, Staða tœkis, Staða_samskipta) er mikilvæg. SPOLL spyr tæki
um stöðu þess og fær til baka í breytunni Staðajœkis sjö gagnabita frá tækinu. Segja þeir til
um ástand þess. Það er undir framleiðendum einstakra tækja komið, hvað kemur til baka, enda
enginn staðall til um þetta. Skipunin kemur hins vegar að góðum notum, þar sem viðkomandi
tæki verður aldrei vart við hana. Tækið hefur einfaldlega eina átta bita gistu, sem það skrifar
inn í að vild (einn bitanna hefur sérþýðingu og nýtist ekki sem gagnabiti). Er mjög mis-
munandi eftir tækjum, hvaða upplýsingar hægt er að fá með skipuninni SPOLL. Sem dæmi um
tegund upplýsinga má nefna tæki með gögn, sem það vill losna við. Tækið setur þá viðeigandi
bita í gistu sinni og bíður þess að vera gert að sendanda.
Ef gera á eitthvað flóknara en þetta, er hægt að senda IEEE-skipanir beint með skipuninni
TRANSMIT(Strengur, Staða samskipta). I strengnum eru beinar brautarskipanir, þannig að
ekki er vísað á ákveðið tæki heldur brautina í heild. Sem dæmi unt brautarskipanir má taka
strenginn „UNL LISTEN 4 5 6 TALK 2.“ Þessi skipun byrjar á því að gera alla móttakara
óvirka og setur síðan tæki 4, 5 og 6 sem móttakara. Því næst er tæki 2 gert að sendanda.
8 Hugbúnaður
Hugbúnaður sá, sem nú er í notkun, hefur verið í þróun í tæpt ár og ræður við margvíslegar
mæliuppstillingar. Við gerð forritsins var lögð áherzla á, að auðvelt væri að bæta nýjum
mæliuppsetningum við þær sem fyrir eru. Hefur það tekizt vonum framar. Það sem hefur
valdið hvað mestum höfuðverk er að fyrir hverja mæliuppsetningu eru til margar samsetningar
af tækjum til að nota. I forritinu er einnig lögð áherzla á myndræna framsetningu á gögnum og
meðhöndlun þeirra (Sveinn Ólafsson og Hafliði P. Gíslason, 1989).
Nú verður hinum tveimur meginuppstillingum, sem lýst var að framan, og stýringum þeirra
gerð ítarlegri skil.
9 Ljómunarmælingar
Mæliuppsetning við ljómunarmælingar var sýnd í aðalatriðum á 2. mynd, en helztu tæki og
stýribrautir þeirra eru sýnd á 5. mynd. Við ljómunarmælingar er leysigeisla beint á sýnið og
styrkur Ijómunar mældur sem fall af bylgjulengd. Til að fá ljómun við ntismunandi aðstæður
má breyta orku og styrk leysigeislunarinnar annars vegar og hitastigi sýnisins hins vegar.
Litleysirinn getur gefið frá sér ljós á mismunandi bylgjulengdum og þá um leið með mismikla
orku. Bylgjulengdinni má breyta með því að færa stigmótorinn. Hitastigi sýnisins er stjórnað
með hitastýritækinu.
Á 5. mynd tákna breiðar línur IEEE-brautina, en hinar grönnu sýna ýmist ljósgang í kerfinu
eða tengingar milli tækja, aðrar en IEEE-tengingar. Fjögur tæki eru tengd inn á IEEE-brautina
auk tölvunnar; hitastýritæki, fasalæstur magnari, stýritæki ljósgreiðu og stýritæki stigmótors.
Gegna þrjú hin fyrst nefndu hlutverki móttakara eða sendanda, eftir því sem við á. Hið síðast
nefnda er hins vegar eingöngu notað sem móttakari. Hitastýritækið er reglað með PID-
stýringu, og er hægt að setja stuðlana og óskgildi hitastigsins með tölvunni. Tölvan les síðan
hitastigið á hverjum tíma.