Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 226
224 Arbók VFI 1988
bilun hefur orðið í loftneti á próf-
unartímanum.
Tilraunir með tæki um borð í
Herjólfi hófust í október. Gagna-
flutningi hefur síðan verið haldið
uppi við skipið frá Bláfjöllum á
leiðinni milli Vestmannaeyja og
Þorlákshafnar. Agætt samband er
við skipið á þessari leið, ef undan
er skilinn sá hluti leiðarinnar, sem
liggur í hvarfi við Heimaklett.
Skipið er mest um 49 sjómílur frá
stöð og því ekki á ystu mörkum
svæðisins. Hins vegar er ljóst, að
nauðsynlegt er að vanda hönnun allra hluta kerfisins til þess að tryggja áreiðanlegan gagna-
flutning. Til dæmis hefur reynst nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg
fyrir truflanir í móttöku vegna innra og ytra suðs, sem flyst á milli tækja bæði með geislun og
eftir leiðurum. Þá hefur umtalsverð vinna farið í að tryggja að búnaðurinn þoli áhrif umhverf-
isins og haldist í gangi þrátt fyrir truflanir, sem alltaf verður að reikna með t.d. vegna raf-
magnstruflana. Þá hefur verið unnið að þróun loftneta, sem þola veður og vinda eins og þau
gerast á hafi úti og á fjöllum og þannig mætti lengi telja.
Þótt endanleg prófun á langdrægi VHF gagnasendinganna hafi engan veginn farið fram enn,
hafa verið gerðar prófanir 60 sjómílur frá stöð á þjóðveginum undir Eyjafjöllum. Jafnframt
hefur gagnasambandi verið haldið uppi við Aðalbjörgu RE á Faxaflóa allt að 70 sjómílur frá
Bláfjöllum. Mjög öruggt samband er frá Bláfjöllum við strandarstöðvar í Vestmannaeyjum og
á Snæfellsnesi. Þetta bendir eindregið til þess, að raunverulegt langdrægi í gagnasendingum sé
síst minna en útreiknað langdrægi.
Fram til þessa hefur fyrst og fremst verið lögð áhersla á að tryggja gangöryggi vélbúnaðar og
þess hugbúnaðar, sem er nauðsynlegur til þess að kerfið sé starfhæft. Hins vegar verður nú
lögð aukin áhersla á að endurbæta og fullkomna hugbúnað þess, enda má segja að þessari
vinnu verði seint lokið. Upphaflega voru t.d. öll skeyti kóðuð á ASCII eða stafaformi. Þessu
hefur nú verið breytt á bitaform, sem gerir kleift að þjappa skeytinu betur saman. Jafnframt var
þá farið að senda gögn um hraða og stefnu skipsins, sem gefur mun nákvæmari upplýsingar
um hreyfiástand þess. Þá er unnið að því að koma á fullkominni villuleit fyrir allan texta
skeytisins og villuleiðréttingu fyrir mikilvægasta hluta þess. Jafnframt liggja fyrir fjölmargar
hugmyndir um endurbætur á öðrum hlutum gagnaflutningskerfisins til þess að tryggja öryggi
kerfisins og auka afkastagetu þess.
6 Framtíðarþróun sjálfvirks tilkynningakerfis
Mjög mikil þróun hefur orðið í heiminum á sviði gagnafjarskipta milli farartækja og fastra
stöðva (mobile data communications) á undanförnum árum. Fá kerfi eru enn komin í notkun
og flest eru mjög dýr í rekstri. INMARSAT kerfið gerir t.d. kleift að hafa tal- og telexsamband
við skip á öllum heimshöfum. Búnaðurinn og afnotin eru enn sem komið er svo dýr, að tiltölu-
lega fá skip nýta sér þessa þjónustu að marki. Hins vegar er ljóst, að innan fárra ára verður
komið upp kerfum til gagnafjarskipta við öll skip, stór og smá. Spurningin snýst því ekki um
hvort slíku kerfi verður komið upp fyrir íslenska fiskiflotann heldur hvenær. Eins og stendur er
Tilkynningaskyldan sú starfsemi, sem gæti notað sér þjónustu slíks gagnakerfis nú þegar. Hins
Mynd 6 Ferill Akraborgar á tölvuskjá, þegar skipiö er statt út
af Kjalarnesi á leiö til Reykjavíkitr.