Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 258
256 Árbók VFÍ 1988
háttum mínum verulega. Það má
segja, að ég sé eiginlega hættur að
skrifa bréf til útlanda og senda þau
með pósti, þá hringi ég Ifka mun
minna en áður til útlanda. Eg sendi
bara fax í staðinn. Með því móti
losna ég við að hringja aftur og aft-
ur vegna þess að viðmælandi minn
er ekki viðlátinn. Eg þarf ekki leng-
ur að hugsa um tímamuninn milli
Islands og landsins, sem viðmæl-
andi minn er í. Faxið er til staðar, er
honum hentar, eða þegar hann kem-
ur næst til vinnu.
Islenska þjóðfélagið er tiltölulega
opið vegna smæðar sinnar og upplýsingar um flest eru fáanlegar fyrir þá, sem hafa nennu og
elju til að bera sig eftir þeim. Við höfum frá alda öðli vanist því, að líta á upplýsingar sem
sjálfsagðan og auðfenginn hlut. Af þeim sökum hafa Islendingar lengi vel verið tregir til að líta
á upplýsingar sem eiginleg verðmæti, eitthvað sem virða mætti til fjár. Sérhverju fyrirtæki
hlýtur samt að vera lífsnauðsynlegt að eiga aðgang að upplýsingum um starfsemi sína og
keppinauta. Verðmæti upplýsinga má til dæmis reikna út frá því, hvað það kostar mikið að
safna upplýsingunum saman og eins hvað kostar að bæta tjónið, sem verður, ef upplýsingarnar
glatast. Stjórnendur fyrirtækja hér á landi eru nú loksins að vakna til meðvitundar um, að
upplýsingar eru verðmæti, sem alla þarf og kostar að afla, en dýrt er að glata. Það má merkja
þessa hugarfarsbreytingu einkum á tvennu: í fyrsta lagi á mjög auknum samtengingum tölva
og eins breytingum á skipuritum fyrirtækja, þar sem stjórnun upplýsingamála hefur færst skör
hærra en áður.
Níundi áratugurinn hefur einkennst af mikilli tölvuvæðingu fyrirtækja og stofnana. Mark-
miðið með þessari tölvuvæðingu hefur verið að safna saman og vinna úr þeim upplýsingum,
sem verða til í fyrirtækinu eða stofnuninni. En slík tölvuvæðing hefur hins vegar lítið tekið
mið af þeim upplýsingum, sem verða til utan fyrirtækis eða stofnunar og nýta mætti. Gott
dæmi um slíkar upplýsingar eru ýmsar opinberar skrár, sem eru mjög aðgengilegar, eins og
þjóðskráin og bifreiðaskráin. Menn hafa yfirleitt látið sér nægja að fá skrárnar á pappír eða í
hæsta lagi á segulbandi nokkrum sinnum á ári. Samt eru báðar þessar skrár sífellt að breytast;
fólk flytur, kaupir og selur bifreiðar. Verðmæti upplýsinga er hins vegar háð því, hve nýjar þær
eru. Nokkurra mánaða gamlar upplýsingar eru oft lítils virði. Tryggingarfélögin hafa þó upp-
götvað, að það er þeirra hagur að fá upplýsingamar nýjar beint úr skránum til frekari vinnslu
hjá sér og hafa notfært sér það. Þá hafa ýmis fyrirtæki, t.d. nokkrar verkfræðistofur, komið sér
upp upplýsingabönkum, sem önnur fyrirtæki sjá sér hag í að hafa beinan aðgang að. En for-
senda fyrir sli'kri samnýtingu upplýsinga er auðvitað samtenging tölvanna, sem geyma upp-
lýsingarnar. Eigi að síður stranda tengingar oft á því, að samskipti tölva, sem ekki eru frá sama
framleiðanda, eru enn að mestu óstöðluð, þó það standi til bóta. Að vísu er gagnanet Póst- og
símamálastofnunar sérsniðið fyrir gagnaflutninga, en nýtist ekki sem skyldi, þar eð framleið-
endur tölva hafa flestir sinn eigin sendingarmáta (Protocol), IBM með SNA, DEC með Dec-
net, HP og fleiri með TCP/IP o.s.frv. Til þess að tvær tölvur, sem nota mismunandi sendingar-
máta, geti skipst á upplýsingum, þarf að túlka á milli þeirra, þ.e.a.s. breyta einum sendingar-
máta yfir í annan og öfugt. Til marks um mikilvægi samtenginga má nefna, að nú er búið að
Höfundur og einmenningstölvan.