Árbók VFÍ - 01.01.1992, Side 105
Tækniarmáll 1990 103
og tækja til að auka framleiðni í fiskvinnslu, meðal annars með framleiðslu skipavoga. Marel
hefur selt vogir og hugbúnað til 22 landa í öllunr heimsálfum nema Afríku.
Um 80% af sölu á framleiðslu og þjónustu fyrirtækisins er til útlanda og nam sú sala árið
1990 um 180 milljónum króna.
8.3 Traust verksmiöja
Traust verksmiðja framleiðir margar gerðir af fiskvinnsluvélum. Meðal annars hefur tekist að
hækka vinnslunýtingu á saltfiski um 8% með notkun sprautusöltunarvélar. Fyrirtækið hefur
hannað og þróað vélar á undanfömum tíu árum og selt þær einkum til útlanda. Árið 1990 seldi
fyrirtækið fyrir um 220 milljónir króna á erlendum markaði.
8.4 Jaröhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóöanna
Frá því að Jarðhitaskólinn tók til starfa árið 1979 hafa alls 93 styrkþegar frá 20 þróunarlöndunt
útskrifast eftir sex mánaða nám, en að auki hafa um 30 dvalið hér við nám í skemmri tíma (2
vikur til 3 mánuði). Ellefu styrkþegar útskrifuðust árið 1990.
Jarðhitaskólinn er rekinn samkvæmt samningi milli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókyó
og Orkustofnunar fyrir hönd íslenska ríkisins. Fjárframlög til Jarðhitaskólans koma frá
Háskóla Sameinuðu þjóðanna og íslenska rfkinu. Litið er á framlag íslands sem hluta af þróun-
araðstoð íslands. Kennarar við Jarðhitaskólann eru sérfræðingar hjá Orkustofnun, Háskóla
Islands og verkfræðistofum í Reykjavík.
9 Rannsóknarstofnanir
I fyrri annálum hafa rannsóknarstofnanir ekki verið teknar fyrir og er þessi kafli því nýr af nál-
inni. I þetta sinn verður aðeins greint frá starfsemi nokkurra þeitTa.
9.1 Rannsóknastofnun byggingariönaöarins
Árið 1990 einkenndist af mjög stífum rekstrarramma. Velta stofnunarinnar hækkaði unt 21,4%
og jafnvægi var á rekstrinum í árslok. Heildarvelta var 124,4 milljónir króna. Þar af voru eigin
tekjur 72,9 milljónir eða 58,6% af veltu. Starfsmannafjöldi var um 45 manns, þar af rúmur
helmingur sérfræðingar. Gefin voru út 9 Rb-tækniblöð og 5 rannsóknarskýrslur. Þjónustu-
rannsóknir voru u.þ.b. 1.500 og unnið var að 25 rannsóknarverkefnum. Sent dæmi unt rann-
sóknarefni má nefna:
Glerjaðir gluggar, efnistækni timburs, vísitala atvinnuhúsnæðis, þróun íslenskrar máln-
ingar, sementsbundnar þunnhúðir, burðarsteypur úr gjalli, steinefni í bundin slitlög vega og
hástyrkleikasteypur.
Á söluskrá stofnunarinnar eru 45 sérrit, 122 Rb-blöð og 19 rannsóknarskýrslur.
9.2 Iðntæknistofnun íslands
Hlutverk stofnunarinnar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði
með því að veita iðnaðinum í heild, einstökum greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða
þjónustu á sviði tækni- og stjórnunarmála og stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda
til iðnaðar.
Skipuriti Iðntæknistofnunar var breytt 1. ágúst 1990. Eitt meginmarkmið breytingarinnar
var að auka hæfni og getu Iðntæknistofnunar til virks samstarfs við fyrirtæki með því að
byggja upp deildir eftir þekkingarsviðum í stað fagsviða. Þessi breyting er rnjög í santræmi við
það sem er að gerast meðal annarra þjóða. Samkvæmt nýja skipuritinu skiptist starfsemi Iðn-