Árbók VFÍ - 01.01.1992, Blaðsíða 150

Árbók VFÍ - 01.01.1992, Blaðsíða 150
3-8 Póstur og sími Árið 1990 var gott ár fyrir Póst og síma hvað rekstrarafkomu varðar og hefur fjárhagsleg staða fyrirtækisins styrkst hin síðustu ár. Þessu má fyrst og fremst þakka arðsömum fjárfestingum sem hafa leitt af sér aukna notkun símkerfisins. Hér hafa haldist í hendur nýjar þjónustugreinar og bætt þjónusta, en mikið átak hefur verið gert innan fyrirtækisins til að bæta þjónustuna. Árið hefur þó ekki verið með öllu áfallalaust og er skemmst að minnast eldsvoðans í efstu hæð Landsímahússins við Austurvöll en hann olli talsverðum skemmdum á húsnæði og truflunum á símasamböndum. Vel gekk þó að koma símasambandi í samt lag aftur og öll endurbygging tók skamman tíma. Innan fárra vikna var starfsemin í húsinu komin í eðlilegt horf. 1 Landupplýsingakerfiö (LUK) í byrjun ársins 1988 hófst formlegt samstarf Pósts og síma við Reykjavíkurborg um atliuganir á því að tölvuvæða alla vinnu við kortagerð hjá þessum aðilum þar sem, auk kortagerðar, hin ýmsu gagnasöfn yrðu tengd kortunum á tölvutæku formi. Eftir mikla undirbúningsvinnu var tölvukerfi sett upp í apríl 1990. í fyrsta áfanga er Póstur og sími með tvær vinnustöðvar en Reykjavíkurborg hefur samtals átta vinnustöðvar og er ætlunin að þær verði allar samtengdar með háhraða gagnaneti. Þegar þetta kerfi verður komið í gagnið verður hægt að fá á einum stað allar upplýsingar, t.d. allar lagnir í götu, hvort heldur þær eru frá Hitaveitunni, Rafveit- unni, Vatnsveitunni eða Pósti og síma. 2 Sjálfvirkar stöðvar Á árinu 1990 voru settar upp fimm stafrænar útstöðvar á Neskaupstað, Blönduósi, Lauga- bakka, Minniborg og Álftanesi. Auk þess voru settar upp símstöðvar í færanlegum húsum á Hvammstanga og á Höfn í Hornafirði. í árslok voru tæp 40% símanúmera tengd stafrænum stöðvum. 3 Örbylgjukerfið í árslok 1990 voru stafræn örbylgjusambönd á landinu 29 talsins og samtals 679 km. Þau sem bættust við á árinu voru á milli Patreksfjarðar og Hænuvíkurháls, Hvolsvallar og Vestmannaeyja, Þrándarhlíðafjalls og Blönduvirkjunar og Selfoss og Minniborgar. 4 Símasamband við útlönd Árið 1990 voru sett upp stafræn símasambönd um Skyggni við jarðstöðina Tanum í Svíþjóð og við jarðstöðina Etam í Bandaríkjunum. Um þessi sambönd l'ara nú allar talrásir við Norðurlönd og við AT&T í Bandaríkjunum. Á báðum samböndum er fjölrásabúnaður, sem gerir kleift að nýta hverja rás í gervitunglinu fyrir 3-4 talrásir í einu. í árslok var samtals 301 lína til útlanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Árbók VFÍ

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.