Árbók VFÍ - 01.01.1992, Page 156
4-1
Jón Skúlason
Sig fyllinga á mýri
1 Inngangur
Við gerð jarðvegsfyllinga, fyrir 1970, var algengast að fylla beint á mýri án nokkurra sérstakra
aðgerða vegna sigs eða stæðni fyllinga. Á þeim tíma voru eingöngu lagðir vegir með malarslitlagi
á mýrarsvæðum. Þessir vegir voru oftast lagðir í áföngum og hækkaðir eftir því sem fyllingarnar
sigu niður í mýrina. Sig gat orðið mjög mikið og komið fram á löngum tíma.
Um 1970 voru fyrstu vegkaflar með bundnu slitlagi lagðir yfir mýrlendi. í tengslum við þær
framkvæmdir voru mýrarsvæðin, sem vegimir áttu að liggja yfir, rannsökuð. Þessar rannsóknir
leiddu til að gerð var tillaga að hönnunarreglum fyrir lagningu vega yfir mýri. Sigáætlanir voru
unnar samkvæmt kenningum Janbu, sjá heimildir 7.6 og 7.7. Ákveðið var að athuga reynslu af
þessum hönnunaraðferðum við lagningu þriggja vega þar sem mýrin varrannsökuð gaumgæfi-
lega og vatnsþrýstingur og sig var mælt frá upphafi framkvæmda. Við einn vegkaflann var
fylgst með vatnsþrýstingi og sigi á byggingartíma, þ.e. skammtímasigi, og niðurstöður bornar
saman við áætluð gildi út frá rannsóknum. Við tvo vegkaflana var sig eftir lagningu veganna
áætlað út frá rannsóknum og hefur það verið mælt í um 20 ár, þ.e. langtímasig. Sigspárnar voru
gerðar áður en vegirnir voru lagðir og þær birtar til að samanburður yrði óvefengjanlegur.
Þessir vegkaflar eru einu mælistaðirnir sem vitað er um samanburð á mældu og reiknuðu lang-
tímasigi vega á mýri hér á landi.
I nokkrum tilvikum hefur við framkvæmdir verið reynt að draga úr langtímasigi með ferg-
ingu á byggingartíma. Þegar nýr íþróttaleikvangur var byggður í Mosfellsbæ var honum valinn
staður á mýrlendi. Ekki var hægt að bíða í nokkur ár eftir að mýrin jafnaði sig því svæðið
þurfti að vera tilbúið til notkunar á landsmóti Ungmennafélaga íslands 1990. Til að halda
missigi innan leyfilegra marka eftir að lokið var við fþróttaleikvanginn var svæðið fergt. Svæðið
var rannsakað og sig mælt á byggingartíma og eftir að farg var tekið af. Gerð er grein fyrir
árangri fergingar og mælingum sem nú liggja fyrir.
2 Rannsóknir
2.1 Boranir og sýnataka.
Á undirbúningsstigi er þykkt mýrarsvæðis
mæld með borun og haft um 25 m bil á milli
hola. í ljósi niðurstaðna úr borunum eru
valdir staðir til töku sýna. Oftast eru sýni
tekin úr gryfjum sem eru grafnar með gröfu.
Sýni eru tekin í belgi af niðursuðudósum
sem eru um 10 cm á hæð, en þeim er þrýst
niður í botn eða inní hliðar gryfjunnar.
Dósabelgjunum er lokað strax og sýni hafa
verið tekin til að hindra að sýnin þorni.
Jón Skú/ason lauk fyrrih/utaprófi í verkfræði frá
HÍ 1964, prófi í byggingarverkfræði frá NTH í
Þrándheimi 1966. Verkfræðingur hjá Vegagerð
ríkisins 1966-67, hjá
Norges Geotekniske
Institutt 1967-71, hjá
Verkfræðistofu dr.
Gunnars Sigurðssonar
1971-72, hjá Vegagerð
ríkisins 1972-78 og hjá
Almennu verkfræðistof-
unni hf. frá 1978.