Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 70
68
Á rbókVFÍ 1993/94
28 síður með 534 hugtökum. Þeir, sem óska, fá þetta efni sent endurgjaldslaust, ef þeir gera
útgáfustjóra Vegagerðarinnar viðvart.
Haustið 1993 komu hingað þrír starfsmenn frá Nordisk samisk institutt í Kautokeino í
Norður-Noregi til þess að kynna sér íslenskt íðorðastarf. Þeir voru gestir á fundi orðanefndar
12. október.
f.h. orðanefndur byggingarverkfrœðinga, Einar B. Pálsson (sign.)
3 Rafmagnsverkfræðingadeild
Starfsemi RVFI var með nokkuð hefðbundnum hætti á starfsárinu. Haldnir voru 5 almennir
félagsfundir og er aðalfundurinn því 6. fundur starfsársins. Eitt fyrsta verk stjórnar á haust-
mánuðum var að senda út kynningarbréf til að vekja athygli á starfsemi RVFI. Tilgangurinn
var m.a. að laða að yngri félaga og að höfða til þeirra eldri sem standa utan VFÍ og þar með
RVFÍ. Þá voru afgreiddar tvær fyrirspurnir frá framkvæmdastjórn VFÍ annars vegar varðandi
markmið og skipulag VFI en hins vegar varðandi reglugerðarákvæði um raforkuvirki og
breytingu á reglugerð nr. 264 ásamt endurskipulagningu rafmagnseftirlits og framkvæmd
hennar.
Fyrsti fundur starfsársins var haldinn 13. október 1993 og var það 275. fundur hjá RVFÍ
frá upphafi. Fyrirlesari var Ólafur Indriðason, yfirtæknifræðingur radíódeildar Pósts og síma.
Fjallaði hann um nýtt evrópskt farsímakerfi, GSM, sem tekið var í notkun hér á landi á árinu
1994. Erindi Ólafs var ítarlegt og fróðlegt og kom m.a. fram að 22 GSM kerfí eru í notkun í
Evrópu og eru flestir notendur í Þýskalandi. Island gerðist aðili 1993 og pantaði Póstur og
sími inn kerfi frá Ericsson, sem afhent var til prófunar 1. júlí 1994. Hægt verður að tengja
tölvur beint við GSM farsímann án þess að módem þurfi og hægt verður að fá X25 tengingu.
Gamla farsímakerfið verður samt sem áður stækkað á næstunni og verður í fullum rekstri
fram yfir aldamót. Notkun þess er m.a. tryggð vegna þess að nýja kerfið er takmarkað við 35-
70 km drægni á móti 150 km í gamla kerfinu. Fjöldi GSM farsímastöðva verða 14 hér á landi
og er sérstök áhersla lögð á að Reykjavík og nágrenni sé þjónað. Það verða einnig stöðvar í
Keflavík og á Akureyri. Á fundinum var tilkynnt að Jón Helgi Einarsson, kosinn gjaldkeri
félagsins, hefði þurft að láta af embætti vegna starfa erlendis. Hermann Steingrímsson var
kosinn í hans stað. Ágæt mæting var á fundinum eða um 40 manns.
Annar fundur félagsins á starfsárinu og 276. fundur frá upphafi var haldinn þann 10.
nóvember. Fyrirlesarar voru Guðjón Aðalsteinsson, framkv.stj. Atorku hf. og Tryggvi Þór
Haraldsson, yfirverkfræðingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Kynntu þeir félagar nýtt fjar-
mæli- og fjargæslukerfi Rafmagnsveitnanna með undirfyrirsögninni íslenskt hugvit - íslensk
hönnun. Var fyrirlesturinn mjög fróðlegur og vel fluttur. Tilgangurinn með fjargæslukerfi
RARIK er m.a. að safna gögnum um orkuflæði, safna mælingum, skrá atburði í aðveitu-
stöðvum og fjarstýra til að stytta straumleysi. Þetta á að lækka rekstrarkostnað, bæta þjónustu
og gefa betri upplýsingar um orkuflæði. Venjulegar PC tölvur eru notaðar bæði sem
móðurstöðvar og sem útstöðvar, en um er að ræða upphringikerfi. Fundurinn var fjölsóttur
eða nær 50 manns.
Þriðji fundur starfsársins og 277. frá upphafi var haldinn þann 8. desember. Um var að
ræða kynnisferð í hina nýju fjarskiptastöð Póst- og símamálastofnunar í Gufunesi í boði póst-
og símamálastjóra. Fyrirlesarar voru 6 talsins m.a. Þorvarður Jónsson frkv.stj. tæknisviðs P&s