Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 185
Póstur og sími 183
Auk fastra og leyndra upplýsinga, sem geymdar eru í kortinu, getur notandinn geymt í því
aðrar upplýsingar, svo sem skammvalsnúmer og fleira. Þessar upplýsingar færast með kort-
inu ef það er notað í öðrum farsíma.
Þar sem áskrift er bundin við GSM-kort en ekki farsímana sjálfa, má nota eitt og sama
kortið í hvaða GSM farsíma sem er, gjaldið fyrir símtöl færist ætíð á kort það sem notað er,
óháð farsímanum. Hafa ber þó í huga að GSM-kortin eru af tveim stærðum, og farsíminn þarf
að vera gerður fyrir viðkomandi stærð af korti.
1.3 Notkun GSM erlendis
Notkun GSM-farsíma eða öllu heldur GSM-korts erlendis verður auðveldari en raunin hefur
verið í öðrum farsíntakerfum. Sérþjónustur sem farsímanotandi er áskrifandi að í heimaland-
inu verða einnig veittar í landi eða kerfi sem heimsótt er, sé þjónustan á annað borð fyrir
hendi í því kerfi. Gjöld fyrir hringingar úr GSM-farsíma með íslenskt GSM-kort erlendis eru
gjaldtekin skv. gjaldskrá í viðkomandi farsímakerfi, en innheimt á Islandi eftir á með 15%
álagi frá Pósti og síma, auk virðisaukaskatts af álaginu.
Þegar hringt er úr síma á íslandi í GSM-farsíma með íslensku korti eriendis, greiðir sá sem
hringir skv. íslenskri GSM-farsímagjaldskrá, en GSM-farsímanotandinn greiðir skv.
útlandagjaldskrá til viðkomandi lands.
Áður en hægt er að nota íslensk GSM-kort erlendis þarf nokkuð flókið ferli að hafa átt sér
stað. Póstur og sími og viðkomandi erlendur rekstraraðili þurfa að gera með sér samning um
greiðslur og ábyrgðir, prófanir og eftirlit, gagnkvæma upplýsingamiðlun og fleira. Miklar
merkjasendingar eru á milli samtengdra kerfa um svokallað CCITT merkjakerfi nr. 7 (CCITT
SS7), sem verða t.d. við hvert símtal gestkomandi farsímanotanda. Afla þarf upplýsinga um
viðkomandi áskrift, hvort hún sé í gildi og fleira, og gerist þetta allt á sjálfvirkan hátt. Öll
símtöl eru skráð í viðkomandi GSM-símstöðvum og upplýsingarnar sendar daglega til tölvu-
miðstöðvar þar sem unnið er úr þeirn. Urvinnsla símtala farsíma nteð erlendum GSM-kortum
er send daglega til sameiginlegrar tölvumiðstöðvar (Data clearing house) í Danmörku, sem
sér um að miðla þeim til réttra aðila. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til reikningagerðar
vegna notkunar eigin notenda erlendis og fyrir uppgjör milli rekstraraðila.
í árslok 1994 er hægt að nota íslensk GSM-kort á öllum Norðurlöndum og í Sviss. Stefnt
er að því að gera samninga við sem flesta af þeini sem eru aðilar að GSM-MoU.
1.4 Aðrir helstu eiginleikar GSM-kerfa.
Þegar fjallað er um eiginleika GSM þarf að hafa í huga að GSM-farsímakerfi eru í sífelldri
þróun. Þess vegna er það til dæmis að í íslenska GSM-kerfinu eru ekki enn veittar allar þær
þjónustutegundir sem sums staðar eru þegar veittar í GSM-kerfum erlendis. Þá ber einnig að
hafa í huga að sífellt er verið að þróa GSM-staðalinn, m.a. skilgreina nýjar þjónustutegundir
og endurbæta þær eldri.
Ef gera ætti tæmandi lýsingu á helstu eiginleikum GSM-kerfa yrði það langt mál. Hér á
eftir er því aðeins drepið á allra helstu atriði í stuttu máli.
- Vörn gegn hlerun er mjög góð og segja má að útilokað sé að hlera símtöl í kerfinu.
Gerðar eru ýmsar sérstakar ráðstafanir til þess að torvelda hlerun, svo sem það að rugla
sambandið milli farsíma og kerfis og breyta í sífellu um ruglunarkóða.
- Vörn gegn ýmiskonar misnotkun áskriftar og fölsunum er mjög góð, enda rnargar