Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 83
Félög tengd VFÍ 81
°g byggingarlaga er óljóst, hvort einstaklingur, sem áritar teikningu er ábyrgur fyrir þeirri
hönnun eða fyrirtækið, sem hann vinnur hjá.
Rannsóknir á jarðskjálfta-, sjó- og vindálagsgildum. Félagið sótti ásamt fleirum, um
framhaldsstyrk til þess verkefnis til Húsnæðisstofnunar Islands.
Aðild íslands að þróunarhanka Asíu. Sent var bréf til VerslunaiTáðs íslands, þar sem
þess var farið á leit að ráðið kannaði möguleika á aðild Islands að þróunarbanka Asíu, en þar
einmitt mestur hagvöxtur í heiminum um þessar mundir.
Félaginu bárust tvö bréf frá félagsmönnum, þar sem óskað var eftir þátttöku félagsins í að
leysa deilur milli félagsmanna og verkkaupa.
Umsagnir. Undanfarin ár hefur verið mikið óskað eftir umsögn FRV um ýmis mál,
sérstaklega af hálfu Alþingis. Engar óskir um slíkt bárust á síðasta ári.
1.4 Ráðstefnur og fundir
Aðalfundur var haldinn 30. apríl 1993. Á fundinn kom Lars Hoten Petersen frá FRI og fiutti
tvö erindi, annað um tryggingarmál og hitt um samkeppnisreglur í EFCA.
Fulltrúaráðsfundur var haldinn 15. júlí 1993, þar sem nýgerðir samningar voru
samþykktir.
Fyrirlestur um gæðamál var haldinn 22. okt. 1993. og kom Jens Vollertzen frá
Danmörku og flutti fyrirlestur.
Ráðstefna. FRV og Stéttarfélags verkfræðinga stóðu að ráðstefnu um útvíkkun á atvinnu-
markaði verkfræðinga og var hún haldin í Ársal Hótels Sögu 14. maí 1994.
Haustfagnaður. Haustfagnaður var haldinn í Borgartúni 17, 30. okt. 1993.
1.5 Erlend samskipti
FIDIC. Formaður sótti ársfund FIDIC, sem haldinn var í Múnchen 13.-17. júní 1993 og fékk
til þess styrk frá félaginu. Enn fremur sótti Pétur Stefánsson fundinn.
RINORD. Formaður og framkvæmdastjóri sóttu RINORD-fund í Helsinki 19.-21. ágúst
1993. Næsti RINORD-fundur var haldinn á íslandi 22.-23. júní 1994.
2 Stéttarfélag verkfræöinga
2.1 Almennt
Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga starfsárið 1993/94 skipuðu Þórhallur Hjartarson formaður,
Þorvaldur Jacobsen varaformaður, Halldór Ingólfsson fráfarandi formaður, Finnur Torfi
Magnússon gjaldkeri, Guðrún Ólafsdóttir ritari, Snæbjörn Jónsson útgáfustjóri, Helgi
Jóhannesson, Kristján Arinbjarnar og Guðbrandur Guðmundsson meðstjórnendur. Síðastliðið
sumar voru stjórnarfundir haldnir hálfsmánaðarlega, en frá septemberbyrjun hafa þeir verið
vikulega.
í samninganefnd við ríkið sátu Ólafur Gíslason formaður, Helgi Jóhannesson, Sigurður
Sigurðarson og Guðjón Jónsson. Samninganefnd við FRV var skipuð Snæbirni Jónssyni for-
manni, Eymundi Sigurðssyni og Kristjáni Arinbjarnar. Samninganefnd við Reykjavíkurborg
samanstóð af Þorsteini Sigurjónssyni formanni, Bjarna Guðmundssyni, Gunnari Johnsen og
Erlingi Runólfssyni. I stjórn starfsmenntunarsjóðs hjá ríkinu sátu Sigurður Sigurðsson og
Baldvin Einarsson. í stjórn starfsmenntunarsjóðs hjá Reykjavíkurborg voru Þorsteinn
Sigurjónsson og Árni Björn Bjömsson.
Trúnaðarmenn eru á vegum SV hjá flestum stærstu fyrirtækjunum og eru um 30. Á síðasta
ári bættust við 30 nýir félagsmenn og 8 sögðu sig úr félaginu.