Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 337
Stofnun Stéttarfélags verkfræðinga 335
í bréfi stjórnar Verkfræðingafélags íslands til ríkisstjórnarinnar haustið 1953 var tilkynnt að
kröfugerð kjaranefndarinnar væri væntanleg, auk þess sem áhyggjur verkfræðinga af ástandi
launamálanna komu skýrt fram:
Þegar verkfrœðingar koma heim að loknu námi, eiga þeir kost á innan við fjögur
þúsund króna mánaðarlaunum. Af þessum launum verða þeir að lifa, greiða
námsskuldir sínar með og jafnframt nota til þess að stofna heimili; en það verður
venjulega að sitja á hakanum meðan á náminu stendur.
Reynslan hefur orðið sú, að verulegur hluti stéttarinnar hefur neyðst til að leita sér
atvinnu í þágu erlendra aðilja, bæði hér á landi og erlendis, einungis af því að verk-
frœðingum hefir ekki verið gert það fjárhagslega kleift að helga þjóðinni starfskrafta
sína.
Félagsstjórninni er kunnugt um, að efekki verður fljótlega úr þessu bœtt, munu fleiri
bætast við hópinn, sem hættur er störfum í þágu þjóðarinnar. Verkfrœðingastéttin kýs
helzt að starfafyrir íslenzka aðilja, en til þess þaifhún að njóta betri kjara.
í ljósi þessa komu niðurstöður og tillögur kjaranefndarinnar, mánuði síðar, alls ekki á
óvart. Þær byggðu á þeim innlenda og norræna kjarasamanburði, sem nefndinni hafði verið
falið að gera og fylgdi áliti hennar sem rökstuðningur. Gerðar voru kröfur um mjög umtals-
verðar launahækkanir til handa verkfræðingum. Þá var lagt til, að Verkfræðingafélag Islands
yrði réttur samningsaðili allra verkfræðinga gagnvart vinnuveitendum og, að án samþykkis
stjórnar þess myndu samningar um kaup og kjör verkfræðinga ekki öðlast gildi, en þessi til-
laga hlaut að fela í sér mikla breytingu á starfsemi Verkfræðingafélags Islands. Sérstakur
framkvæmdastjóri skyldi að auki ráðinn til að fara með kjaramál, ýmis önnur málefni og
daglegan rekstur fyrir félagið.
Stjórn Verkfræðingafélags Islands boðaði til almenns félagsfundar er álit kjaranefndar-
innar lá fyrir og var álitið með fylgiskjölum sent til félagsmanna, ásamt skýrslu stjórnarinnar
sjálfrar um kjaramálin. I skýrslunni lýsti stjórnin stöðu mála og lagði á ráðin um áframhald-
andi launabaráttu:
Af þeim gögnum, sem fyrir hendi eru, virðist stjórn V.F.I. augljóst, að launakjör verk-
fræðinga verða ekki leiðrétt endanlega innan núverandi launalöggjafar, enda væntir
stjórnin ekki bráðra breytinga á þeirri löggjöf. Ástandið í launamálum verkfrœðinga er
hinsvegar svo slæmt, að það krefst tafarlausra úrbóta. Því hefur stjórn V.F.Í. ákveðið
að leita samninga við ríkisstjórnina og aðra atvinnurekendur um gagngera lausn á
þessu vandamáli. Mun hún, ef nauðsyn krefur, fara svipaða leið og Danir og semja
utan launalaga, á grundvelli þeirra tillagna, sem kjaranefnd V.F.l. 1953 hefur lagt
fram.
Félagsfundurinn, sem haldinn var í nóvember 1953, samþykkti að fela Verkfræðinga-
félaginu „fullt umboð til að gæta hagsmuna sinna“ gagnvart ríkisvaldinu, bæjarfélögum og
öðrum atvinnurekendum. Var skrifleg ályktun þessa efnis lögð fram til undirritunar fyrir
félagsmenn.
Viðræður sérstakrar samninganefndar Verkfræðingafélagsins við tvo skrifstofustjóra í
Stjórnarráðinu, Gunnlaug Briem og Sigtrygg Klemenzson, reyndust árangurslhusar. Líklegt
var að vísu talið, að ríkisstjórnin væri reiðubúin að hækka verkfræðinga hjá ríkinu um einn