Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 172
170 Arbók VFI 1993/94
9.3 Vinnueftirlit ríkisins
Hér verður lítillega sagt frá starfsemi Vinnueftirlits ríkisins.
Yfirstjórn og verkefni: Vinnueftirlit ríkisins er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir félags-
málaráðuneytið. Vinnueftirlitið hefur það verkefni að vinna að framkvæmd laga um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og hafa eftirlit með að lögum, reglum og reglugerðum
um vinnuvemd sé framfylgt.
Umdæmisskrifstofur Vinnueftirlits ríkisins utan höfuðborgarinnar eru staðsettar á Vestur-
landi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi, Vest-
mannaeyjum og á Suðurnesjum. Yfir hverri umdæmisskrifstofu er umdæmisstjóri og að jafn-
aði einn til þrír aðrir starfsmenn nema í höfuðborgarumdæminu þar sem fastir starfsmenn eru
sex. A sérfræðideildunum starfa einn til fjórir starfsmenn.
Eftirlit: Eftirlit á vinnustöðum er að mestu í höndum umdæmisstjóra, vinnueftirlitsmanna og
skoðunarmanna á farandvinnuvéladeild. Meginverkefni stofnunarinnar eru frumskoðanir á
vinnustöðum, tækjaskoðanir og reglubundnar skoðanir á bændabýlum. Þvingunaraðgerðir
felast venjulega í því að notkun farandvinnuvéla er bönnuð uns viðgerð hefur farið fram.
Samhliða eftirlitsstarfinu er hvatt til þess að öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir séu til
staðar á hinum ýmsu vinnustöðum.
Sérstök verkefni: Reykjavíkurumdæmi fylgist með stóru verkefni varðandi sprengingar í
þéttbýli. Úttekt hefur verið gerð á útsogs- og niðurfallsristum í öllum sundlaugum landsins. I
gangi er úttekt á starfsumhverfi á hárgreiðslustofum og hárskerastofum. Hafið er eftirlitsátak
í smíðastofum allra grunnskóla í höfuðborgarumdæminu. Unnið er að kröfum um lágmarks
starfsmannaaðstöðu á slökkvistöðvum. Úttektir á starfsmannaaðstöðu er vaxandi þáttur og
beiðnum um úttektir á vinnupöllum fer fjölgandi ár frá ári.
Fræðslustarf: Haldin eru réttindanámskeið, svonefnd frumnámskeið, fyrir þá sem vilja afla
sér réttinda til að stjórna vinnuvélum og sérnámskeið fyrir væntanlega kranastjórnendur.
Haldin eru almenn eins dags námskeið um vinnuvernd fyrir félagslega trúnaðarmenn.
Vinnustaðafundir færast mjög í aukana og haldnir eru fyrirlestrar og fræðslufundir. Fræðslu-
starfið fer einnig fram í tengslum við sýningar eða ráðstefnur.
Útgáfustarf: Samið hefur verið námsefni fyrir starfsfræðslunámskeið iðnverkafólks og gerð
hefur verið í samvinnu við Starfsmannafélag ríkisstofnana handbók um öryggi og aðbúnað á
vinnustöðum. Myndbönd hafa verið gerð um vinnuvernd.
Mælingar: Á vegum stofnunarinnar eru gerðar hávaða- og birtumælingar, oft vegna kvartana
á vinnustöðum. Mengunarmælingar eru oftast gerðar vegna kvartana um inniloft á skrifstof-
um, í skólum, á barnaheimilum og víðar. í flestum tilvikum er loftræsting mæld.
Atvinnusjúkdómavarnir: Stundaðar eru rannsóknir á atvinnusjúkdómum. Drög að reglum
um heilsuvernd og heilbrigðisskoðanir starfsmanna hafa verið samin. Undirbúningur að
átaksverkefni um góða líkamsbeitingu er hafinn.
9.4 Iðntæknistofnun íslands
Hlutverk og markmið: Iðntæknistofnun Islands er þróunar- og ráðgjafarstofnun. Markmið
stofnunarinnar er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með hagnýtum
rannsóknum, vöruþróun, fræðslu, ráðgjöf og prófunum og loks að stuðla að tækniyfirfærslu
með alþjóðlegu samstarfi. Lögð er áhersla á að verkefnaval stofnunarinnar falli að þörfum