Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 89
Félög tengd VFI
87
greiddur lífeyrir vegna
62 sjóðfélaga.
Hlutdeild ellilífeyris
í lífeyrisgreiðslum vex
frá ári til árs en hlutdeild
makalífeyris hefur lækk-
að um nærfellt helming á
síðustu fimm árum.
Rekstrargjöld að frá-
dregnum rekstrartekjum aukast um 4,2% á milli ára og eru 7,7% af iðgjöldum og 0,7% af
meðaleign sjóðsins.
Ráðstöfunarfé jókst um 43,7% milli ára. Ávöxtun sjóðsins var 8,5% sem er 5,4%
raunávöxtun umfram lánskjaravísitölu en 5,2% umfram byggingavísitölu sem er 0,5 pró-
sentustigum hærri ávöxtun en árið 1992.
3.2 Verðbréfakaup
Skuldabréfaeign sjóðsins var 2.981 millj.kr. í árslok en var
2.496 millj.kr. í ársbyrjun og hafði því aukist um 485 Mkr
eða um 19,4%.
Á árinu 1993 voru keypt skuldabréf sjóðfélaga fyrir 131
milljónir króna eða 20,2% ráðstöfunarfjár. Hér er mikil
breyting frá fyrra ári, en skuldabréfakaup af sjóðfélögum
Tafla 3 Skipting annara skuldabréfa- lækkuðu um 57 milljónir króna á milli ára en þá voru þau
kauPa- 41,9% ráðstöfunarfjár. Önnur skuldabréfakaup sjá töflu 3.
Sjóðurinn jók við hlutabréfaeign sína með kaupum hlutabréfa í fimm hlutafélögum að
tjárhæð samtals tæpar 5 Mkr, sem var 0,8% af ráðstöfunarfé sjóðsins. Stjórnin gerir ráð fyrir
að halda áfram á þessari braut.
Eins og áður voru veitt lán til sjóðfélaga vor og haust. Við haustúthlutun komu 44
umsóknir, sem var 6 umsóknum fleira en árið áður. Allar umsóknir voru samþykktar. Við
vorúthlutun komu 36 umsóknir, sem voru tjórum fleiri en vorið áður. Allar umsóknirnar
voru samþykktar utan ein, sem uppfyllti ekki greiðslutíma. Samþykkt hafa því verið 79 lán
til sjóðfélaga á þessu starfsári á móti 69 lánum á fyrra starfsári.
Ráðstöfunarfé sjóðsins hækkaði eins og áður sagði um tæp 50% eða úr rúmum 500 Mkr. í
tæpar 700 Mkr. Hækkunin skýrist að miklu leyti af sölu spariskírteina, en þau voru seld á
hagstæðum tíma nteðan gengi þeirra miðaðist við innlausnartíma síðar en nú er reiknað með.
Mynd 1 sýnir þróun verðbréfakaupa LVFÍ síðastliðinn áratug. Sjá má, að allt frá árinu
1990 hafa lán til sjóðfélaga verið minni hlutinn af skuldabréfakaupum sjóðsins.
Þessi breyting í kaupum verðbréfa kemur smám saman fram í eigninni, en skuldabréf
sjóðfélaga voru um síðustu áramót 45,5% af eign sjóðsins, en höfðu verið 49,3% ári áður.
Mynd 2 sýnir hvernig eign LVFÍ hefur þróast undanfarinn áratug.
3.3 Rekstrarkostnaður
Rekstrarkostnaður sjóðsins hækkaði milli ára um eina ntilljón króna og er nú rúmar 24
milljónir kr. Hækkuninni veldur, að nú kemur í fyrsta sinn að fullu afskrift á tölvu- og hug-
búnaði, sem endurnýjaður var árið 1992. Afskriftin nemur tæpum 1,6 Mkr.
Laun og launatengd gjöld lækkuðu hins vegar á milli ára um tæpa hálfa milljón króna og
Húsbréf 124 m.kr.
Húsnæðisst. 25 m.kr.
Ríkissj. erl. mynt 64 m.kr.
Sveitarfélög 270 m.kr.
Bankar og sparisj. 26 m.kr.
Samtals 509 m.kr.
1993 1992 1991 1990 1989
Ellilífeyrir kr. 18.647.675 72% 68% 66% 60% 57%
Örorkulífeyrir kr. 2.218.361 9% 9% 8% 13% 10%
Makalffeyrir kr. 4.412.313 17% 20% 24% 25% 31%
Barnalífeyrir kr. 563.329 2% 3% 2 % 2% 2 %
Talla 2 Skipting lífeyrisgreiðshui.