Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 20
Allmörg mál félagsmanna komu til kasta stjórnar og voru nokkur þeirra send lögfræð-
ingi félagsins til skoðunar og ályktunar.
Formaður og varaformaður sátu Norrænan launafund sem haldinn var hér í Reykjavík í
september 2006. Mörg málefni voru þar á dagskrá og sem dæmi má nefna umfjöllun um
ráðningarsamninga, mál frá Noregi þar sem stefnir í að bundinn verði í lög réttur manna
til að upplýsa um óeðlilega starfshætti og fleira, einnig samanburður á stöðu tækni-
fræðinga innan Evrópusambandsins svo eitthvað sé tiltekið.
Samninganefnd KTFÍ við sveitarfélögin skrifaði undir nýjan kjarasamning sem gildir frá
1. apríl 2006 til 30. nóvember 2008. Samningurinn liggur frammi á heimasíðu félagsins.
Vinna við stofnanasamninga ríkisstofnana átti að vera lokið 1. maí 2006 og barst töluvert
af fyrirspurnum frá félagsmönnum vegna þeirrar vinnu.
Unnið var að rekstraráætlun næsta starfsárs, farið yfir reikninga og skýrslur undirbúnar.
Bjarni Bentsson, formaður KTFI
Skýrsla stjórnar STFÍ fyrir starfsárið 2005-2006
Aðalfundur STFÍ fyrir starfsárið 2005-2006 var haldinn þann 24. febrúar 2006. í stjórn
voru kjörnir Daði Agústsson formaður, Magnús Þór Karlsson gjaldkeri og Ingvar
Blængsson ritari. Stjórn STFI hélt þrjá formlega stjórnarfundi á starfsárinu sem færðir
voru til bókar. Magnús Þór Karlsson og Ingvar Blængsson hafa setið stjórnarfundi TFÍ til
skiptis, þ.e. annað hvert skipti.
Fundir
A aðalfundi STFI þann 24. febrúar 2006 var bryddað upp á þeirri nýbreytni að halda vín-
smökkunarfyrirlestur. Þrátt fyrir áhugavert efni mættu eingöngu tveir menn fyrir utan
stjórnarmenn.
Stjórn STFÍ stóð fyrir tveimur uppákomum á starfsárinu. Stjórnin hafði samband við
Rannsóknarþjónustustofnun Háskóla íslands og eftir samtal við Ágúst H. Ingþórsson
forstöðumann var ákveðið að þeir, í samvinnu við Einkaleyfastofuna, héldu fyrirlestra
um lög um uppfinningar starfsmanna ásamt stuttri kynningu á starfsemi Einkaleyfastof-
unnar. Fyrirlesturinn var haldinn 21. nóvember 2006 og var öllum félagsmönnum TFÍ, SV
og VFÍ boðin þátttaka. Þátttaka var ágæt (16 manns) en hefði mátt vera betri. Var þetta
mjög áhugaverður fyrirlestur og var mikið um fyrirspurnir þátttakenda. Fyrirlesarar
voru þau Viðar Helgason, verkefnisstjóri hjá Rannsóknarþjónustustofnun Háskólans, og
Elín R. Jónsdóttir, verkfræðingur hjá Einkaleyfastofunni. Seinni uppákoman var í formi
hádegisfundar 23. janúar 2007 og var umfjöllunarefnið greining ársreikninga og skatta-
lagabreytingar. Kristófer Ómarsson, endurskoðandi hjá KPMG, flutti erindi og var tölu-
vert um fyrirspurnir þátttakenda, enda kom Kristófer aðeins inn á lífeyrismálin sem eru
mönnum mjög hugleikin. Þátttakendur í báðum þessum fyrirlestrum voru 16 manns og
má segja að stjórn STFI sé nokkuð ánægð með útkomuna.
Framtíð STFÍ
A þeim uppákomum sem félagið hefur staðið fyrir á starfsárinu hefur þátttaka félags-
manna verið nokkuð skárri en starfsárið á undan, en hefði mátt vera betri. Ætlun stjórnar
STFÍ er að halda áfram á sömu braut og bjóða upp á minnsta kosti tvo fyrirlestra á næsta
starfsári. Stjórnarmenn munu áfram ótrauðir leggja sig fram um að reyna að glæða áhuga
félagsmanna á starfsemi félagsins og er ýmislegt í farvatninu.
1 81 Arbók VFl/TFl 2007
i