Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 26
Meistaranám tæknifræðinga við Háskólann í Reykjavík
Nefndinni barst erindi frá Háskólanum í Reykjavík um mat á námi nokkurra nemenda
sem eru með próf í tæknifræði en eru nú í meistaranámi í verkfræði við HR. Hluti
nefndarmanna fundaði um málið með fulltrúum HR og niðurstaða fékkst varðandi kröf-
ur til þeirra sem vilja fá starfsheitið verkfræðingur að loknu meistaranáminu. Var þessi
niðurstaða síðan samþykkt af nefndinni.
Önnur mál
Gunnar Guðni Tómasson, nefndarmaður í MVFÍ, stýrir nefnd sem hefur hafið undirbún-
ing að ABET-úttektum á BS-prófum í verkfræði við verkfræðideildir Háskóla íslands og
Háskólans í Reykjavík. Ljóst er að slík úttekt getur ekki farið fram við Háskólann í
Reykjavík fyrr en fyrstu útskriftir fólks með þessa prófgráðu hafa farið fram, en það
verður væntanlega vorið 2008.
Steindór Guðmundsson formaður
Löggildingarnefnd VFÍ
Nefndina skipuðu starfsárið 2006-2007: Hallgrímur Sigurðsson, Rúnar G. Sigmarsson og
Tómas R. Hansson. Nefndin hélt þrjá fundi á starfsárinu og voru teknar fyrir ellefu
umsóknir um löggildingu. Átta umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu hjá nefndinni, þ.e.
nefndin mælti með að umsækjandi fengi löggildingu á þeim sviðum sem umsókn náði
til, einni var synjað. Hjá tveimur umsækjendum var óskað frekari gagna um reynslu og
verkefni sem umsækjandi hafði unnið á viðkomandi sérsviði. Formaður nefndarinnar átti
ásamt framkvæmdastjóra VFÍ/TFÍ og formanni löggildingamefndar TFÍ tvo fundi í
umhverfisráðuneytinu varðandi löggildingu verkfræðinga og tæknifræðinga til aðalupp-
dráttargerðar. Það mál þurfa félögin að taka upp við ráðuneytið um leið og mann-
virkjalög verða lögð fyrir alþingi að nýju.
Rúnar G. Sigmarsson formaður
Siðanefnd VFÍ
Siðanefnd hélt á starfsárinu ellefu fundi og tók til úrskurðar tvö mál, mál nr. 1, 2006, og
mál nr. 2, 2006. Á starfsárinu hvarf úr nefndinni Jóhann Már Maríusson vegna veikinda
og við tók Vífill Oddsson. Siðanefnd er skipuð fimm fyrrverandi formönnum VFÍ.
Siðanefnd starfsársins var skipuð eftirtöldum mönnum: Guðmundur G. Þórarinsson for-
maður, Jóhann Már Maríusson (Vífill Oddsson), Karl Ómar Jónsson, Pétur Stefánsson og
Hákon Ólafsson.
Guðmundur G. Þórarinsson formaður
Gerðardómur VFÍ
Stjórn VFÍ skipaði fyrir rúmum tveimur árum nefnd til að yfirfara reglur gerðardóms VFÍ
og gera tillögur um á hvern hátt megi kynna hann betur. í nefndina voru skipuð Kolbeinn
Kolbeinsson formaður, Viðar Ólafsson, Óskar Valdimarsson, Hjörtur Torfason hrl. og
Kristrún Heimisdóttir frá SI. Nefndin hefur haldið fjölmarga fundi og á síðasta ári
ráðstefnu, sem bar yfirskriftina „Gerðardómar í mannvirkjagerð - danska leiðin".
Ráðstefnan var vel sótt af þeim aðilum sem koma að mannvirkjagerð hér á landi en
nokkuð skiptar skoðanir voru meðal fundarmanna um dönsku leiðina. Niðurstöður
endurskoðunamefndarinnar eru væntanlegar á næstunni.
2 4. Arbók VFl/TFl 2 0 0 7