Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 41
Greinargerð um helstu málefni aðalfundar
Forseti FEANI, Dr. Fuchs, flutti skýrslu stjórnar þar sem m.a. kom fram að fjárhagur
FEANI er áfram í góðu lagi. Öll löndin höfðu greitt árgjaldið til FEANI á tilsettum tíma.
Reikningar voru samþykktir ásamt fjárhagsáætlun. Mestur tíminn fór annars í að kynna
svokallað EUR-ACE-verkefni um gæðavottun á verk- og tæknifræðinámi og svokallað
ENGCARD-verkefni sem á að auðvelda flutning verk- og tæknifræðinga milli landa.
Styrkur frá Evrópusambandinu fékkst í fyrri hluta EUR-ACE-verkefnisins og var unnið
að því á árinu 2006 að skrifa vottunarstaðla og þróa vottunaraðferðir. EUR-ACE stendur
fyrir „Accreditation of European Engineering Programmes". Síðan fékkst aðeins lítill
styrkur fyrir seinni hluta verkefnisins, en í þeim hluta stendur til að stofna eftirlits-
stofnun, svipaða ABET í Bandaríkjunum, og verður hún skráð til heimilis á skrifstofu
FEANI. Þessi stofnun fær heitið ENAEE (European Network for Accreditation of
Engineering Education). Vegna þess hve framhaldsstyrkurinn var lítill mun ENAEE fara
hægt af stað og verkefnisstjórnin verður fyrst um sinn hjá UNIFI (University of Florence),
en reiknað er með flutningi til FEANI-skrifstofunnar í Brussel þegar verkefninu vex
fiskur um hrygg.
ENGCARD-verkefnið (Project on Professional Card) fékk líka styrk frá Evrópusam-
bandinu og var unnið í fyrri hluta þess á árinu 2006. Síðari hluti verkefnisins fékk líka
næstum fullan styrk 2007 og unnið er áfram að þessu verkefni af fullum krafti. Verkefnið
gengur út á að gefin verði út sérstök skírteini fyrir verk- og tæknifræðinga sem auðveldi
þeim að skrá sig og fá vinnu í öðrum löndum EES. Þarna er ætlunin að fram komi ítar-
legar upplýsingar um menntun, starfsferil, endurmenntun o.s.frv. Evrópusambandið sér
þetta sem brautryðjendaverkefni fyrir aðrar stéttir ef vel tekst til.
Greidd voru atkvæði um inngöngu þriggja þjóða í FEANI. Aðildarþjóðirnar hafa mis-
mörg atkvæði. Samtals voru 96 atkvæði lögleg, en greidd atkvæði voru 95. Fyrst voru
greidd atkvæði um endurinngöngu Frakka og var hún samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum, 95. Síðan var kosið um inngöngu Serba og var hún samþykkt með 86
atkvæðum, 7 voru á móti og 2 sátu hjá. Loks voru svo greidd atkvæði um aukaaðild
Rússa að FEANI og voru 91 atkvæði með, 2 á móti og 2 sátu hjá.
Næsti aðalfundur verður haldinn haustið 2007 í Valencia á Spáni og 2008 verður fund-
urinn haldinn í Rúmeníu.
Steindór Guðmundsson formaður
Störf eftirlitsnefndar FEANI
Evrópusamtök tæknifræðinga og verkfræðinga, FEANI, liafa skipað eftirlitsnefndir
(National Monitoring Committee) í hverju aðildarlandi samtakanna. Hlutverk þessara
nefnda er að fylgjast með háskólanámi til að sjá hvort skólarnir uppfylli kröfur þær sem
samtökin gera til tækniskóla sem þau viðurkenna og einnig að fara yfir umsóknir um
skráningu manna hjá FEANI á grundvelli menntunar og um EUR ING-titilinn. Engin
umsókn barst á árinu um EUR ING-titilinn og því var ekki haldinn fundur á árinu. 1
nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar frá hvoru félagi, þeir Jón Vilhjálmsson formaður og
Ríkharður Kristjánsson frá VFI og tveir frá TFI, þeir Daði Ágústsson og Gunnar
Sæmundsson.
3 9
Félagsmál Vfl/TFl