Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 71
Lífeyrissjóður verkfræðinga lét framkvæma viðhorfskönnun á meðal sjóðfélaga um starf-
semi og þjónustu sjóðsins. Könnunin var gerð í nóvember 2006 en sambærileg könnun
var gerð, af sama aðila, í október 2002. Samkvæmt könnuninni tengist ímynd sjóðsins
einkum lánum og hinum hagstæðu lánakjörum sem sjóðurimi veitir. Traust og velvilji eru
einnig meðal jákvæðra þátta. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar á heimasíðu sjóðsins,
www.lifsverk.is.
Lífeyrissjóður verkfræðinga var stofnaður haustið 1954. í samanburði við aðra lífeyris-
sjóði hefur sjóðurinn nokkra sérstöðu:
• Sjóðurinn hefur notað aldurstengt réttindakerfi frá upphafi og var lengst af eini sjóð-
urinn sem notaði það. A síðustu misserum hafa nær allir lífeyrissjóðir tekið það upp.
• Sjóðfélagar kjósa stjórn sjóðsins. Allir sjóðfélagar sem mæta á aðalfund hafa atkvæðis-
rétt og allir sjóðfélagar eru kjörgengir. I flestum öðrum sjóðum tilnefna vinnuveitendur
helming stjórnarmanna en stéttarfélög kjósa eða tilnefna hinn helminginn.
• Frá upphafi hefur sjóðurinn veitt sjóðfélögum hagstæð húsnæðislán. I 20 ár hefur
sjóðurinn veitt sjóðfélögum veðlán með 3,5% raunvöxtum.
• Sjóðfélagahópur sjóðsins er ákjósanlega samsettur, sérstaklega hvað varðar örorku-
líkur, og ætti það að skila sér til lengdar í auknum hagnaði sem úthlutað er til sjóð-
félaga í formi aukinna réttinda. Sjóðfélagar eru háskólamenntaðir og vinna að mestu
leyti störf sem reyna fremur á huga en hönd, með minni slysahættu og mun minna
líkamlegu sliti en almennt gerist. Örorkulíkur eru með því lægsta sem gerist meðal
lífeyrissjóða. Sjóðfélagar eru almennt vel launaðir og stunda eftirsóknarverð störf.
Hvatinn er því mikill að fara að nýju út á vinnumarkaðinn eftir að þeir hafa orðið fyrir
tímabundinni skerðingu á starfsgetu.
Séreignardeildir
í byrjun árs 2006 fjölgaði sjóðurinn sparnaðarleiðum fyrir séreign úr einni í tvær. Áður
var einungis boðið upp á séreignarsparnað í innlendum skuldabréfum. Nýja leiðin er
blanda af skuldabréfum og hlutabréfum. Samið hefur verið við SPRON um eignastýringu
og vörslu beggja leiða og er einungis fjárfest í verðbréfasjóðum SPRON.
í janúar 2006 hóf sjóðurinn að ráðstafa þeim hluta samtryggingar-
iðgjalda sem er umfram 10% í séreignarsparnað sjóðfélaga. Þessi
aðgerð var kynnt sjóðfélögum ítarlega í fréttabréfi sjóðsins.
Sjóðfélögum var gefinn kostur á því að breyta þeirri stýringu til
baka í samtryggingardeild eða í séreignarleið 2. I janúar 2007
hækkaði mótframlag atvinnurekenda almemit og þar með hækk-
aði umframframlagið sem ráðstafað er í séreignarsparnað.
Sparnaðarleið 1: Fjárfest er í íslenskum skuldabréfum, einkum
verðtryggðum, en Irlutfall óverðtryggðra eigna ræðst af vaxtastigi
og verðbólguhorfum. 1 árslok 2006 var samsetning sjóðsins þannig
að helmingur skuldabréfa var í skuldabréfum til skemmri tíma,
24% í skuldabréfum með langan líftíma og um 23% í ríkisskulda-
bréfum.
Nafnávöxtun séreignarleiðar 1 var 8,5% á árinu 2006, en hrein
raunávöxtun var 1,5%. Ástæða slakrar raunávöxtunar var hækkun
á ávöxtunarkröfu á síðasta ársfjórðungi ársins. Innri vextir leiðar 1
eru fyrir vikið mjög háir eða 7,5% raunvextir í lok árs. Iðgjöld
6 9
Félagsmál Vfi/TFl