Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 73
1.8.3 Stéttarfélag verkfræðinga
Stjórn og félagar
Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga starfsárið 2006-2007 skipuðu Jóhanna H. Árnadóttir for-
maður, Sveirtn Víkingur Árnason varaformaður, Sveinbjörg Sveinsdóttir, fráfarandi for-
maður, Hulda Guðmundsdóttir gjaldkeri, Sigurður E. Guttormsson ritari, Arnór B.
Kristinsson og Lilja G. Karlsdóttir meðstjórnendur og Árni ísberg og Daði Jóhannesson
varamenn. Ur stjórn gengu Daði Jóhannesson, Sveinbjörg Sveinsdóttir, Hulda
Guðmundsdóttir, Sigurður E. Guttormsson og Jóhanna H. Árnadóttir.
Alls hlutu 63 félagar inngöngu í félagið á árinu 2006. Úrsagnir úr félaginu voru sex og sjö
inngöngubeiðnum var frestað vegna ónógra gagna. Skipting félagsmanna er sú að um
190 félagar vinna á verkfræðistofum, 210 hjá ríki, 35 hjá Reykjavíkurborg og öðrum
sveitarfélögum, 485 á almennum markaði og 70 félagar eru í námi og erlendis og því ekki
fullborgandi. Alls eru því um 990 félagsmenn í SV. Vegna einkavæðingar fækkar stöðugt
þeim félögum sem starfa í opinbera geiranum.
Framkvæmdastjóri og rekstur
Árni B. Bjömsson hefur verið framkvæmdastjóri félagsins í fullu starfi frá árinu 2000.
Árni hefur stýrt daglegum rekstri félagsins og setið stjómarfundi, sem og fundi á vegum
nefnda þess. Ingigerður Jónsdóttir var ráðin í hálft starf hjá félaginu síðsumars 2005. Frá
1. janúar 2007 er hún í fullu starfi hjá félaginu. Ingigerður sinnir ýmsum þjónustuverkum
fyrir félagsmenn auk almennra skrifstofustarfa.
Arni lét af störfum 1. september síðastliðinn. Þrúður G. Haraldsdóttir var ráðin sviðs-
stjóri kjaramála 1. september en með samstarfi SV og VFI er jafnframt gerð breyting á
störfum skrifstofunnar.
Samstarf SV og Verkfræðingafélags íslands hefur verið að aukast stig af stigi og er sam-
starf félaganna gott. Þessi aukna samvinna leiðir óneitanlega til hagræðingar og bættrar
þjónustu við félagsmenn félaganna. Á starfsárinu 2005-2006 voru tölvugögn SV færð yfir
á sameiginlegan netþjón SV og VFI. Þá var félagaskrá SV færð yfir í Navision úr Fjölni.
Þessar breytingar auðvelda starfsemi SV og skapa sóknarfæri inn í framtíðina.
Samninganefndir
I samninganefnd SV við ríki sátu Helga R. Eyjólfsdóttir formaður, Elín G.
Guðmundsdóttir, Gísli Georgsson, Steingrímur Jónsson og Sveinn Víkingur Árnason. I
samninganefnd SV við Reykjavíkurborg sátu Auður Olafsdóttir formaður, Bjarni
Guðmundsson og Stefán A. Finnsson. í samninganefnd við Félag ráðgjafarverkfræðinga
sátu Eysteinn Einarsson formaður, Ásberg Ingólfsson og Ragnar Hauksson. I samninga-
nefnd við Launanefnd sveitarfélaga sátu Tore Skjenstad og Árni Isberg.
7 1
Félagsmál Vfí/TFÍ