Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 74
Útgáfumál
Heimasíðan: Á heimasíðunni er aðgangur að upplýsingum en einnig er heimasíðan
fréttamiðill félagsins. Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag íslands áforma
gerð nýrrar heimsíðu fyrir félögin. Leitað var til SV um þátttöku í þeirri vinnu. Ákveðið
var að taka ekki þátt í verkefninu að þessu sinni. Núverandi heimasíða þjónar félags-
mönnum ágætlega og þátttaka því ekki talin réttlætanleg frá kostnaðarlegu sjónarmiði.
Verktækni: Eins og undanfarin ár var Verktækni gefið út í samvinnu við VFÍ og TFÍ.
Sigrún S. Hafstein er ritstjóri blaðsins. Laun ritstjóra og aðstaða er fjármögnuð með
beinum framlögum frá félögunum þremur. Prentvinnslufyrirtækið Grafík sér um prent-
vinnslu og dreifingu biaðsins og er sá hluti útgáfunnar fjármagnaður með auglýsingum
sem Grafík sér um að selja.
Bryddað var upp á þeirri nýjung að gera blaðið aðgengilegt á rafrænu formi á heimasíðu
SV árið 2005. Félagið hefur verið sýnilegt í blaðinu á liðnu starfsári, líkt og verið hefur, og
framkvæmdastjóri SV ötull við að skrifa í blaðið. Blaðið er kjörinn vettvangur til að koma
á framfæri efni til að vekja félagsmenn til umhugsunar um kjaramál í víðum skilningi.
I ritnefnd eru Sveinbjörg Sveinsdóttir formaður, fyrir SV, Ólafur Pétur Pálsson, fyrir VFÍ,
og Árni Þór Árnason, fyrir TFÍ.
Orlofssjóður: Sumarbækling Orlofssjóðsins fyrir sumarið 2007 er að finna á heimasíðu
SV. I bæklingnum eru myndir, kort, upplýsingar og gagnvirkir tenglar á þá staði sem
verið er að leigja út.
Kjarakannanir
Fastur liður í starfsemi félagsins er gerð og útgáfa kjarakönnunar á meðal verkfræðinga
einu sinni á ári. Kjarakönnun 2007 er í vinnslu og verður send út fljótlega eftir aðalfund.
Á undanförnum árum hefur kjarakönnunin leitt í ljós kynbundinn launamun innan
stéttarinnar. Með hliðsjón af lagalegri skyldu SV sem stéttarfélags að „vinna markvisst að
því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði", eins og segir í 13. gr. jafnréttislaga, verður
reynt að greina betur þennan launamun eftir því sem kostur er. Félagsvísindadeild
Háskóla íslands sér alfarið um framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar.
Markaðslaunataflan var gefin út að venju en hún nýtist vel þeim félagsmönnum SV sem
starfa á almennum markaði. Fyrir þann hóp gerir félagið ekki almenna kjarasamninga.
Fyrir dyrum stendur að fara í gerð nýrrar kjarakönnunar á meðal félagsmanna sem eru
starfandi á FRV-stofum en síðasta könnun fór fram á árinu 2004.
Norrænt samstarf
NIL 43: Frá 13.-14. september 2006 var haldinn norrænn fundur um kjaramál verk-
fræðinga, NIL (Nordiska Ingenjörslönemötet). Þetta er árlegur samráðsfundur og var
hann að þessu sinni haldinn í Reykjavík. Fyrir hönd SV sóttu fundinn Jóhanna H.
Árnadóttir formaður, Sveinn V. Árnason varaformaður og Árni B. Björnsson fram-
kvæmdastjóri.
Á fundinn mæta fulltrúar frá öllum verkfræðingafélögum á Norðurlöndum. Af hálfu
KTFI sóttu fundinn að þessu sinni Bjarni Bentsson, formaður og Jón fsaksson Guðmann
varaformaður. Á NIL-fundi mæta þeir starfsmenn norrænu félaganna sem hafa með
samningamál og kjaramál að gera. Kynntar eru nýjungar í starfi félaganna og farið yfir
starfsemina á liðnu ári.
7 2 | Á r b ó k VF(/TFf 2007