Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 82
um heil 220%. í byggingariðnaði varð aftur á móti samdráttur í fjárfestingu um 5% frá
árunum 2005 til 2006 sem er nokkur viðsnúningur frá árinu þar á undan en þá var
aukningin um 12,5%. Gengi krónunnar hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á fjárfestingu
fyrirtækja og í ljósi gengislækkunar krónunnar mátti búast við aukningu í fjárfestingu f
fyrirtækja í sjávarútvegi á árinu 2006 og nam hún rúm 8%. Það er einnig viðsnúningur frá
fyrra ári þegar samdráttur nam um 25% í þeim fyrirtækjum en þá hafði krónan hækkað
mikið og samkeppnisstaða þessara fyrirtækja erlendis versnað mjög. *
u
Til skoðunar eru þrjár nýjar stóriðjuframkvæmdir. Nýlega felldu Hafnfirðingar deili-
skipulag sem heimilaði Alcan að stækka álverið í Straumsvík svo sú stækkun er ekki inni t
í myndinni lengur. Enn er til skoðunar að reisa tvö önnur álver, annars vegar í Helguvík
og hins vegar á Bakka við Húsavík. Engar ákvarðanir liggja fyrir í dag og því er ekki
reiknað með þessum hugsanlegu framkvæmdum í spá ráðuneytisins.
11
ibúðafjárfesting og fasteignamarkaður >
Hin mikla þensla sem verið hefur undanfarin ár á fasteignamarkaði virðist vera í rénun.
Tölur þjóðhagsreikninga fyrir 2006 sýna að íbúðabyggingar jukust um rúm 17% á föstu
verði. Samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins fækkaði íbúðum sem byrjað var að
byggja árið 2006 í 3.746 úr 4.393 árið 2005. Hins vegar fjölgaði fullgerðum íbúðum á árinu
í 3.294 úr 3.106 árið 2005. íbúðum í byggingu fjölgaði úr 4.692 árið 2005 í 5.144 árið 2006.
Samkvæmt þessu jókst hlutfall íbúða á seinni byggingarstigum, sem er vísbending um að
hápunkti uppsveiflunnar sé náð. Tölur benda til þess að umtalsverð aukning hafi átt sér
stað á fjölda íbúða á árinu 2006.
Fjárfesting hins opinbera >
A árinu 2006 nam fjárfesting hins opinbera 3,1% af VLF og hefur ekki verið minni um ára-
bil en á tveimur undanförnum árum. A meðan stóriðjufjárfesting var í hámarki dró ríkið
verulega úr fjárfestingu sinni og mun að sama skapi auka hana á því tímabili sem fram-
undan er.
>
Fjárfesting hins opinbera jókst um 0,8% að raungildi á árinu 2006. Hún skiptist þannig að >
af liðlega 35 milljarða króna heildarfjárfestingu runnu um 16 milljarðar til vega- og gatna-
framkvæmda, 14 milljarðar í byggingar og 6 milljarðar til annarra framkvæmda. Sveitar- >
félög fjárfestu fyrir um 20 milljarða króna en ríkið fyrir tæpa 16 milljarða.
Utanríkisviðskipti
Miklar breytingar á íslensku efnahagslífi leiddu til þess að viðskiptahalli náði hámarki á
árinu 2006, eftir að hafa farið stigvaxandi undanfarin ár. Breytingarnar tengjast m.a.
mikilli uppbyggingu í stóriðju, stórfelldum breytingum á innlendum fjármálamarkaði,
fjárfestingum íslenskra fyrirtækja erlendis og aukinni einkaneyslu heimilanna.
Viðskiptahalli nam 26,7% af landsframleiðslu árið 2006 eða 305 milljörðum króna.
Halli á viðskiptajöfnuði jókst um 141 milljarða króna á milli áranna 2005 og 2006. Um 46%
aukningarinnar má rekja til aukins halla á þáttatekjum, um 38% til aukins halla á
vöruskiptajöfnuði og afganginn, eða 16%, til aukins halla þjónustujafnaðar. Helstu
orsakir aukins halla á þáttatekjum má rekja til gengislækkunar og vaxtahækkunar sem
jók mjög á gjaldahlið jafnaðarins. Hvað vöruskiptahallann varðar, náðu stóriðjufram-
kvæmdir hámarki á árinu en að sama skapi olli vöruútflutningur vonbrigðum, bæði
vegna óhapps í álverksmiðju Alcans sem kom niður á álútflutningi og dræmra aflabragða
í sjávarútvegi.
Halli á vöruskiptum var um 147 milljarðar króna árið 2006 miðað við 93 milljarða árið á
undan. Útflutningshlið vöruskipta olli nokkrum vonbrigðum á árinu þrátt fyrir að
8 0 | Á r b ó k VFl/TFl 2007