Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 87
Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur á undanförnum
árum aukist mikið. Samkvæmt tölum Hagstofunnar
jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 6,2%
árið 2005. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að
kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist
um 5,9% árinu 2006, en til viðbótar við kaupmáttar-
aukningu launa koma til skattalækkanir og hækkun
barna- og vaxtabóta. Á síðustu árum hafa fjármagns-
tekjur fengið aukið vægi í ráðstöfunartekjum heim-
ila. Þannig má nefna að árið 1995 vógu fjármagns-
tekjur um 1,5% af heildartekjum heimila en um 6%
árið 2005. Vegna lægra skatthlutfalls á fjármagns-
tekjur en aðrar tekjur eru áhrif þessarar aukningar á
ráðstöfunartekjur heimila meiri en sem nemur
aukningu vægis fjármagnstekna í heildartekjum.
Verðlag og gengi
Verðbólga hefur verið æði breytileg á undanförnum árum og hafa helstu orsakir verð-
lagsbreytinga einnig breyst. Verðbólga hækkaði umtalsvert árið 2006 og var 6,8% að
meðaltali.
Verðbólga var yfir 4% í upphafi árs 2006 en hún jókst töluvert eftir að gengi krónunnar
lækkaði yfir 20% í kjölfar óróleika á fjármálamarkaði. Gengislækkun krónunnar skilaði
sér hratt inn í almennt verðlag og í ágúst var verðbólga 8,6%. Undirliggjandi orsakir
verðbólgu breyttust árið 2006 en samfara hækkun almenns verðlags í kjölfar gengis-
lækkunar dró úr hækkunum á fasteignamarkaði en árið 2006 hækkaði húsnæðisliður um
9,6% samanborið við 22,8% hækkun árið 2005. Kólnun á húsnæðismarkaði, lækkandi
verð eldsneytis og styrking gengisins á ný olli því að nokkru hraðar dró úr verðbólgu á
seinni hluta ársins en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir. í janúar 2007 var verðbólga
komin í 6,9% eða 6,0% án húsnæðisliðar.
Viðskiptabankarnir brugðust við gagnrýni erlendra
greiningaraðila í fyrra og þegar líða tók á árið fór að
færast jafnvægi yfir gjaldeyrismarkaðinn og bjart-
sýni að aukast. Á haustmánuðum komu talsverðar
upphæðir krónubréfa á gjalddaga en það hafði lítil
áhrif á gengi krónunnar, sem endurspeglar það mat
alþjóðlegra fjárfesta að aðstæður á Islandi og á
alþjóðavísu séu ákjósanlegar til vaxtamunarvið-
skipta. Bréfin voru því að mestu endurnýjuð eftir
því sem líf færðist í krónubréfaviðskiptin á ný.
Gengi krónu styrktist undir lok árs þannig að á
árinu í heild lækkaði gengið um 10,5% að meðaltali
frá 2005.
C N
— Vísitala neysluverðs
— Vísitala neysluverðs án húsnæðis
% ♦ Spá milli ára um VNV
2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
v______________________________________________________________y
Verðbólga 2003-2009.
Heimildir: Hagstofa (slands og fjár-
málaráðuneytið.
Fjármál hins opinbera
Rikissjóður
Samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofu íslands frá mars 2007 var tekjuafgangur
ríkissjóðs 46 milljarðar króna árið 2005 sem svarar til 4,5% af landsframleiðslu.
Bráðabirgðatölur benda til svipaðrar niðurstöðu fyrir árið 2006 og er tekjuafgangur
8 s
Tækniannáll