Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 105
JARÐHITASKÓLI HÁSKÓLA
SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Jarðhitaskólinn (JHS) hóf 28. starfsár sitt 2. maí 2006. Samtals 21 nemandi frá 12 löndum
lauk sex mánaða sérhæfðu námi við skólann. Að þessu sinni voru nemendur í sjö af níu
námsbrautum: umhverfisfræði, efnafræði, forðafræði, jarðhitanýtingu, jarðeðlisfræði,
borholujarðfræði og jarðfræði. Að auki eru námsbrautir í borholueðlisfræði og bortækni
við skólann. Alls hafa 359 raunvísindamenn og verkfræðingar frá 40 löndum lokið sex
mánaða námi við skólann árin 1979-2006. Nemendurnir hafa komið frá Afríku (26%),
Asíu (44%), Mið- og Austur-Evrópu (16%) og Mið-Ameríku (14%). Níu nemendur stund-
uðu meistaranám við Háskóla Islands árið 2006 á styrkjum frá JHS skv. samstarfs-
samningi skólanna. Einn lauk meistaranámi og sex hófu meistaranám á haustönn.
Kennarar og leiðbeinendur koma frá rannsóknarstofnunum, Háskóla íslands, verk-
fræðistofum og orkufyrirtækjum. Um helmingur námsins við JHS felst í raimsóknar-
verkefnum og koma margir nemendanna með rannsóknargögn frá heimalandi sínu sem
þeir vinna úr undir handleiðslu íslenskra sérfræðinga.
Arlegur gestafyrirlesari JHS var Hagen Hole, borverkfræðingur frá Nýja-Sjálandi. Hann
hefur starfað víða um heim og er mörgum kunnur hér á landi enda hefur hann unnið sem
ráðgjafi við loftboranir bæði við Hellisheiðarvirkjun og í Trölladyngju. Hann flutti fimm
fyrirlestra um bortækni.
Jarðhitaskólinn er rekinn skv. samningi milli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó (HSþ)
og Orkustofnunar fyrir hönd íslenska ríkisins. JHS sér um öll mál sem snerta jarðhita á
vegum HSþ.
Framlag íslands til þúsaldarmarkmiða Sþ
Á leiðtogaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg 2002
tilkynntu íslensk stjórnvöld að framlag íslands til markmiða ráðstefnunnar yrðu jarð-
hitanámskeið í þróunarlöndunum sem kæmu til viðbótar starfsemi JHS á Islandi. Á
ráðstefnu í Bonn 2004 var nánar kynnt að framlag íslands til þúsaldarmarkmiða Sþ (UN
Millennium Development Goals) yrðu árleg jarðhitanámskeið í Afríku (hófust 2005),
árleg námskeið í Mið-Ameríku (hófust 2006) og í Asíu (hefjast 2007). Fyrirlesarar eru
einkum jarðhitasérfræðingar frá Islandi og fyrrverandi nemar Jarðhitaskólans í ýmsum
heimsálfum.
Fyrsta þúsaldarnámskeiðið var haldið í Kenýa í nóvember 2005. Meðal þátttakenda voru
ráðuneytisstjóri orkumálaráðuneytis Kenýa, forstjórar Landsvirkjana Kenýa og Eþíópíu,
forstjórar jarðfræðistofnana Erítreu, Eþíópíu og Úganda, og yfirmenn úr orku- og
námumálaráðuneytum Erítreu, Tansaníu og Úganda. Meðal umræðuefna var samnýting
tækjabúnaðar og sérfræðiþekkingar í Austur-Afríku við að virkja þessa mikilvægu
orkulind sem víða er að finna í Sigdalnum mikla. JHS hélt annað námskeiðið fyrir
Afríkulönd í Kenýa í nóvember 2006 og var fjallað um yfirborðsrannsóknir á jarðhita í
Afríku. Ráðgert er að halda þriðja Afríkunámskeiðið haustið 2007.
Tæknianná
1 0 3