Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 145
Hlutverk
Meginhlutverk Flugmálastjórnar fslands er að annast stjórnsýslu og eftirlit með flug-
málum í landinu, þar með talið hvers konar vottun, heimildarveitingar, alþjóðleg sam-
skipti og flugöryggismál.
Síðastliðin tvö ár hefur innri starfsemi stofnunarinnar snúist að miklu leyti um upp-
skiptinguna og hafa fjölmörg stór sem smá verkefni verið unnin í tengslum við hana.
í verkefnum stofnunarinnar felast m.a. alþjóðleg samskipti í flugmálum við stofnanir eins
og Alþjóðaflugmálastofnunina (ICAO), Samtök flugmálastjórna (ECAC) í Evrópu,
Flugöryggissamtök Evrópu (JAA), Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) og aðrar stofn-
anir Evrópubandalagsins. Megintilgangurinn er að gæta hagsmuna íslendinga á þessum
vettvangi og greiða götu einstaklinga og þeirra íslensku lögaðila sem stunda atvinnu-
rekstur tengdan flugi. íslendingar buðu sig fram í fastaráð Alþjóðaflugmálastofnun-
arinnar til þriggja ára nú í haust sem fulltrúar Norðurlandanna og náðu öruggri kosn-
ingu. Önnur dæmi um verkefni af þessu tagi var að tryggja fylgi við undanþágu hjá
EASA vegna skráningar loftfara hérlendis fyrir íslenska flugrekendur, þátttaka í gerð
reglugerða og krafna í flugmálum sem henta hérlendis jafnvel og annars staðar í Evrópu.
Þannig fékkst viðurkennt að ekki væri þörf á að leita á fólki og í farangri í innanlands-
flugi vegna flugverndar og er Island eina landið í Evrópu þar sem þess er ekki krafist.
Nýtt mikilvægt stjórnsýsluverkefni sem Flugmálastjórn íslands þarf að sinna er þátttaka
í Single European Sky áætlun ESB til að tryggja annars vegar samskipti í flugleiðsögu-
þjónustu við Evrópusambandið og hins vegar að tryggja að flugöryggisreglur vegna
reksturs flugleiðsöguþjónustu hérlendis séu sambærilegar eða þær sömu og hinar
evrópsku.
Heimildarveitingar byggjast nánast eingöngu á að sýnt sé fram á að flugöryggislegar
kröfur séu uppfylltar og votta þarf með úttektum að svo sé. Enn fremur er fylgst með því
að staðaldri að skilyrði heimildarveitinga séu ávallt fyrir hendi. Heimildarveitingar lúta
í fyrsta lagi að lofthæfi loftfara og í öðru lagi að flugrekendum sem stunda flutningaflug
í atvinnuskyni. I þriðja lagi að einstaklingum eins og flugmönnum. Vegna hinna miklu
umsvifa íslenskra flugrekenda eru eftirlitsmenn Flugmálastjórnar íslands að störfum út
um allan heim til að fylgjast með starfstöðvum, viðhaldi og flugi flugrekandanna. I fjórða
lagi lýtur heimildaveiting og eftirlit að flugleiðsöguþjónustu á íslenska flugstjómar-
svæðinu og rekstri flugvalla í landinu en stofnunin hefur eftirlit með þeim þjónustu-
samningi sem stjórnvöld gerðu við Flugstoðir ohf. Verkefni því tengd em þó enn á
mótunarstigi enda nýtilkomin vegna uppskiptingar Flugmálastjórnar og stofnun
Flugstoða ohf.
Umsvif íslensks flugrekstrar hafa vaxið hratt og hefur hann nú yfir að ráða um 86 þotum
og skrúfuþotum með starfsemi út um allan heim sem er undir beinu eftirliti Flugmála-
stjórnar íslands. Að auki lýtur flugstjórnarsvæði íslands eftirliti stofnunarinnar sem nær
allt til Norðurpólsins.
Þau lög og reglugerðir sem Flugmálastjórn íslands starfar í samræmi við byggjast að
miklu leyti á reglugerðum og tilmælum frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO),
Samtökum flugmálastjórna í Evrópu (ECAC), Flugöryggissamtökum Evrópu (JAA),
Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) sem og öðrum stofnunum Evrópubandalagsins. Öll
þessi samtök eða stofnanir gera reglulega úttektir á starfsemi íslenskra flugmálayfirvalda
sem hafa reynst standa fyllilega undir því sem ætlast er til af þeim á alþjóðavettvangi.
Stofnunin hefur reynt að halda uppi góðri þjónustu, vera með flugöryggiskröfur sem
aðrir efast ekki um, fyrir verð sem er mjög sambærilegt við það sem er annars staðar. I
raun er Flugmálastjórn íslands að einhverju leyti í samkeppni við aðrar flugmálastofn-
anir á Evrópska efnahagssvæðinu hvað varðar að þjónusta rekstraraðila í flugi.
F é I a g s m á I Vff/TFl i 1 4 3