Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 163
Sements- og steinsteypurannsóknir hafa verið áherslusvið í starfsemi stofnunarinnar
frá upphafi, enda flest mannvirki byggð úr steinsteypu. Mikil umsvif voru á þessu sviði
í upphafi þegar Árbæjar- og Breiðholtshverfin voru í uppbyggingu. Mikið var lagt upp
úr byggingarhraða en minna hugað að gæðum. Var brotþol steypunnar nánast eini
rnælikvarðinn sem gæðin voru miðuð við. Menn gerðu sér heldur ekki grein fyrir þeim
breytingum sem urðu á steypunni og áraun á hana með þynnri útveggjum, aukinni
einangrun og minni sementsnotkun. Afleiðingarnar eru kunnar: viðamiklar steypu-
skemmdir í útveggjum húsa. Rannsóknir Rb á þáttum sem ráða endingu steinsteypu uxu
hratt, einkum þegar Steinsteypunefnd var sett á stofn en hún kostaði mikið af þeim
rannsóknum sem fram fóru. Einstakar rannsóknir verða ekki tíundaðar hér en draga má
saman árangur þeirra á eftirfarandi hátt:
• Alkalískemmdir voru skýrðar og aðgerðir sem gripið var til á grundvelli rann-
sókna báru þann árangur að slíkar skemmdir hafa ekki fundist í venjulegum
mannvirkjum síðan árið 1979, þegar ráðstafanir voru gerðar.
Veigamesti þátturinn var að nýta kísilryk, sem þá var verðlaus úrgangur frá járn-
blendiverksmiðjum, til íblöndunar í sementið. Með því var unnt að draga veru-
lega úr líkum á alkalískemmdum, jafnframt því að gæði sementsins voru stórlega
aukin. Voru íslendingar fyrstir þjóða til þess að framleiða kísilryk blandað sementi
en í dag eru oft gerðar kröfur um kísilryk í mannvirkjum sem eiga að vera í háum
gæðaflokki og þola mikið veðrunarálag. Kísilryk er í dag orðin verðmæt iðnaðar-
vara.
• Skilgreindar voru lágmarkskröfur um samsetningu steinsteypu sem þola átti
mikið veðrunarálag þar sem frostverkanir eru veigamesti þátturinn og þær gerðar
að lögum í byggingarreglugerð.
• Þróað var íslenskt sement til notkunar í virkjanir með notkun fínmalaðs líparíts.
Sementstegundirnar báru nafn viðkomandi virkjana, s.s. Sigöldusement og
Blöndusement. íslenskt sement hefur verið notað í virkjanir síðan og reynst mjög
vel.
• Þróaðar voru aðferðir til þess að stöðva grotnunarskemmdir í mannvirkjum. Má
m.a. nefna notkun vatnsfælna í því sambandi þar sem íslendingar náðu betri
árangri en aðrir.
• Á seinni árum hafa áherslur í rannsóknum breyst nokkuð. í dag er megináhersla
á flotfræði sementsbundinna efna. Þetta svið er grundvöllur að framþróun í stein-
steyputækni og eru íslendingar meðal fremstu þjóða. Rekið er öndvegissetur
(Center of excellence) við Rb þar sem gerðar eru rannsóknir fyrir ýmsa stærstu
framleiðendur sements og íblöndunarefna í heimi.
Vegagerðarrannsóknir voru umfangsmiklar og hafa þær frá upphafi ekki síst beinst að
því að þróa slitlagsgerðir sem henta íslenska vegakerfinu. Má þar nefna olíumöl,
klæðningar, malbik og steinsteypu. Kostnaður við þessi slitlög er mjög mismunandi og
því er mikilvægt að nota slitlög sem henta viðkomandi umferðarálagi.
Jarðtæknirannsóknir hafa verið mikilvægar, ekki síst vegna þess að íslenskur jarðvegur
er að mörgu leyti sérstakur. Með jarðtæknirannsóknum er átt við að ákvarða eiginleika
viðkomandi jarðvegs varðandi styrkleika, sigeiginleika, vatnsþéttleika, vinnanleika o.fl.
Þessar upplýsingar eru hönnuðum nauðsynlegar til þess að þeir geti reiknað út
burðarþol, stöðugleika og ýmsa aðra þætti sem skipta máli við mannvirkjagerð.
Félagsmál Vfl/TFf
1 6 1