Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 181
helsta forgangsverkefni verkfræðideildar er að efla
framhaldsnám við deildina og í haust eru meistara-
nemar þriðjungi fleiri en í fyrra. Doktorsnemum í
verkfræðideild hefur einnig fjölgað hratt undanfarin
ár og rík áhersla er innan deildar að viðhalda þeirri
þróun. Auknar rannsóknir krefjast aukins fjármagns
og betri aðstöðu fyrir nemendur. Islensk fyrirtæki
hafa verið iðin við að styrkja nemendur í framhalds-
námi og á það sinn þátt í því hve þeim hefur fjölgað.
Starfsemi verkfræðideildar
Fulltrúar nemenda þakka fráfarandi deildar-
forseta ánægjulegt samstarf.
Um þessar mundir stunda um 1000 nemendur nám við deildina, þar af eru um tvö
hundruð í meistaranámi og tæplega 20 í doktorsnámi.
Framhaldsnám er og verður forgangsmál næstu árin og einnig er stefnt að því að fjölga
nemendum sem ljúka BS-námi frá verkfræðideild. Nám í verkfræðideild er krefjandi en
ávinningurinn er jafnframt mikill. Það er deildinni kappsmál að viðhalda þeim gæðum
sem verkfræðideild stendur fyrir og anna mikilli eftirspurn atvinnulífs eftir verkfræð-
ingum og tölvunarfræðingum. Þjónusta við nýnema hefur verið aukin, sem er mikilvægt
til að hjálpa þeim að aðlagast háskólasamfélaginu. Móttaka nýrra nemenda hefur verið
efld til muna og fyrstu kennsluvikuna er skipulögð dagskrá þar sem starfsemi og þjón-
usta H1 er kynnt og þeir fá tækifæri til að kynnast innbyrðis. A fyrsta misseri er boðið upp
á vinnustofu síðdegis sem nemendur geta sótt tvisvar í viku og fengið aðstoð eftir þörf-
um í stærðfræði, eðlisfræði, tölvunarfræði og fleiri greinum. Stærstu stærðfræðinám-
skeiðin eru kennd bæði vor og haust, sem hefur mælst vel fyrir og auðveldar nýstúd-
entum að hefja nám um áramót. Það kemur einnig þeim í góðar þarfir sem vilja laga
námshraða eftir sínum undirbúningi og þörfum.
Meistaranám í verkefnisstjórnun, MPM, hefur fallið í góðan jarðveg og aðsókn er góð.
Námið hófst 2005 og fyrsti nemendahópurinn var brautskráður í júní síðastliðnum. Tveir
hópar nemenda stunda nú nám í verkefnisstjórnun, annar hópurinn er að hefja sitt
þriðja misseri og hinn hópurinn er á fyrsta misseri. Nemendahópurinn er um 70 manns,
sem veita nýjum straumum og aukinni skilvirkni inn í atvinnulífið og á án efa eftir að
gagnast íslensku jafnt og erlendu atvinnulífi í framtíðinni. Náminu lýkur með meistara-
gráðu í verkefnastjórnun frá verkfræðideild og að auki hljóta nemendur alþjóðlega vott-
un á þekkingu sinni, færni og reynslu sem verkefnisstjórar. Það er Verkefnastjórnunar-
félag íslands sem vottar verkefnisstjóra í umboði og samkvæmt reglum og viðmiðum
Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga, IPMA.
Verkfræðideild er í nánu samstarfi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands, sem
felst m.a. í því að nokkur námskeið sem eru í boði í framhaldsnámi í tölvunarfræði eru
opin nemendum Endurmenntunarstofnunar.
í haust býður Endurmenntunarstofnun upp á 12 eininga nám í Gæðastjórnun, en verk-
fræðideild er faglegur bakhjarl námsins og hefur forstöðu fyrir námsstjórn þess, sem í eru
að auki verkfræðingar úr atvinnulífi.
Félagsmál Vfí/TFÍ
1 7 9