Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 191
Iðntæknistofnun
nýjar víddir í þágu
atvinnulífsins
Starfsemin á árinu 2006
/
Iðntæknistofnun vinnur að þróun, nýsköpun og aukinni framleiðni í íslensku atvinnulífi
og unnið er að markmiðum í samstarfi við fyrirtæki, félög og einstaklinga, vísinda- og
rannsóknastofnanir og stjórnvöld. Áhersla er lögð á frumkvæði og sveigjanleika til að
mæta þörfum viðskiptavina á hverjum tíma. Starfsemi stofnunarinnar skiptist í þrjú svið.
Tækniþróunarsvið þar sem stundaðar eru rannsóknir, tækniþróun, tækniyfirfærsla og
ráðgjöf; Nýsköpunarmiðstöð, sem veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum almennar
upplýsingar og leiðsögn ásamt fræðslu til einstaklinga og fyrirtækja, auk rekstrar- og
stjórnunarsviðs.
öndanfarin ár hefur verið umræða um að breyta fyrirkomulagi tæknirannsókna og
þjónustu við atvinnulífið. Vísinda- og tækniráð hefur lagt áherslu á slíka endurskoðun og
náið samstarf við háskóla landsins. Fram kom vilji af hálfu iðnaðarráðuneytisins að
sameina lðntæknistofnun, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Byggðastofnun.
Á árinu 2006 var unnið að endurmati á stefnu og áherslum í starfsemi Iðntæknistofnunar.
Fyrir lá að matvælasviðið MATRA flytti út frá stofnuninni og sameinaðist Matís ohf. Nýtt
skipurit var innleitt, þar sem rekstrarsvið tók við af fjármálasviði, tæknisviðið tók við af
efnis- og umhverfissviði og matvælasviði, auk þess sem Þekkingarsetur Iðntæknistofn-
unar og Impra Nýsköpunarmiðstöð sameinuðust. Starfsemi efnagreiningasviðs var óbreytt.
Forsendur þessara breytinga voru að stofnunin væri í stakk búin til að takast á við nýja
tíma, losna úr biðstöðu og styrkja tengsl við markaðinn.
Ákveðið var að leggja áherslu á; örtæki, upplýsingatækni, orkulíftækni, s.s. hreinsun
útblásturs, heilbrigðistækni og að styrkja rekstur frumkvöðlaseturs.
Iðntæknistofnun er samstarfsaðili World Economic forum (WEF) á íslandi. WEF raðaði
Islandi í 14. sæti á vísitölu sem nefnist alþjóðlega samkeppnisvísitala hagvaxtar og í
13. sæti á samkeppnisvísitölu rekstrar, en hún snýr að rekstri fyrirtækja.
Efnagreiningar
Hlutverk efnagreininga er að stunda þjónustumælingar og efnarannsóknir á sviði land-
búnaðar, iðnaðar og umhverfismála. Meginverkefni eru efnagreiningar meginefna og
snefilefna, umhverfisvöktun, rannsóknir og ráðgjöf.
Á árinu 2006 voru, eins og áður, stærstu mælingaverkefnin umhverfis- og mengunarmæl-
ingar og mælingar á snefilefnum í fóðri auk tilfallandi efnagreininga af fjölmörgu tagi.
Félagsmíl VFl/TFl i 1 8 9