Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 192
Megin- og snefilefnagreiningar
Verkefni fyrir Hafrannsóknastofnun, rannsóknir og mælingar á hrefnu var framhaldið,
en það miðar að því að auka þekkingu á líffræði og fæðunámi hvalategunda við Island.
Umhverfisvöktun og mengunarmælingar
Lokið var stóru umhverfismatsverkefni varðandi losun skolps í sjó frá Reykjavík og áhrif
þess á viðtaka í Faxaflóa. Verkefnið fól í sér mat á umhverfisáhrifum losunarinnar, líkana-
gerð um setflutninga, vatnsskipti og strauma, afdrif efnisþátta skolps og skammtíma- og
langtímaáhrif á lífríki í nánd og fyrnd.
Einnig var unnin loftdreifingarspá vegna dreifingar á kvikasilfri frá líkbrennslu í Reykja-
vík þar sem lagt var til grundvallar líkan að líklegum breytingum á fjölda kvikasilfurs-
fyllinga á næstu áratugum. Byggt var á gögnum frá Norðurlöndum og hugsanleg frávik
hérlendis metin út frá fyrirliggjandi gögnum.
Þá voru unnin fjölmörg mælingaverkefni á sviði umhverfisvöktunar og mengunarmæl-
inga. Umhverfisvöktunin felur í sér m.a. mælingar á flúor, brennisteinstvíoxíði og snefil-
efnum í lofti og gróðri í kringum álver Alcans, Alcoa og Norðuráls auk mælinga í fersk-
vatni.
Efnagreiningar Keldnaholti gerðu á árinu 2004 samning við Alcoa/Bechtel um uppbygg-
ingu þriggja mælingastöðva kringum fyrirhugað álver Fjarðaáls í Reyðarfirði. í stöðv-
unum er sjálfvirkur mælibúnaður til mælinga á flúor, brennisteinstvíoxíði og svifryki og
til að safna úrkomu, auk þess sem vindátt, vindhraði, hita- og rakastig og úrkomumagn
er mælt. Fjórða stöðin bættist við á árinu 2006.
Matra
Hlutverk Matra er að rannsaka og þróa matvæli fyrir íslenska neytendur og stuðla að
vexti og hagnaði meðal matvælaframleiðenda og fyrirtækja í matvælaiðnaði. Megin-
verkefni eru rannsókna- og þróunarverkefni, ráðgjöf og þjónusta og rekstur gagnagrunns
um efnainnihald matvæla.
A árinu 2006 voru átta skýrslur gefnar út um niðurstöður í rannsóknarverkefnum sem
Matra stóð að. Auk þess voru niðurstöður kynntar á veggspjöldum í greinum sem birtar
voru í ráðstefnuritum, m.a. riti Fræðaþings landbúnaðarins, í Bændablaðinu, Rannísblaði
og Tæknipúlsinum auk fréttabréfa Matra.
Rannsókna- og þróunarverkefni
Matra tók þátt í fjórum erlendum rannsóknar- og netverkefnum á árinu. Auk erlendu
verkefnanna tók Matra þátt í 21 innlendu rannsóknar- og þróunarverkefni í samvinnu við
fyrirtæki og hagsmunasamtök. Verkefnin voru tengd vinnslutækni, sjávarfangi og
rannsóknum á landbúnaðarafurðum.
Kjötrannsóknir: Unnið var að kjötmatsverkefnum, m.a. var gerð úttekt á rafrænu kinda-
kjötsmati í samvinnu við nýsjálenskt fyrirtæki og munu endanlegar niðurstöður liggja
fyrir á árinu 2007.
Byrjað var á verkefni um áhrif kælingar á meyrni dilkakjöts, þar sem rannsökuð eru áhrif
kælingar í kjötsal á meyrni kjötsins. Vegna kröfu um aukin afköst hefur kælihraði aukist
í kjötsal og getur það haft í för með sér að kjötið verður ekki eins meyrt. Þess vegna
1 9 01 Arbók VFl/TFl 2007