Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 194
Áhersla á tækjauppbyggingu hélt áfram á árinu og voru verulegir fjármunir settir í upp-
byggingu tækja og aðstöðu á Iðntæknistofnun og Raunvísindastofnun Háskóla íslands í
tengslum við átak Örtæknivettvangs og með styrk frá Tækjasjóði. Uppbygging á tækjum
og aðstöðu hefur verið með áherslu á greiningartækni/smásjártækni. Við lok ársins var
deildin komin með AFM (Atomic Force Microscope) og SEM (Scanning Electron
Microscope) auk ljósgreinis. Þessi tæki eru þau einu sinnar tegundar hér á landi. Unnið
er að kaupum á þrívíðum skanna sem greinir þrívíða byggingu efna með röntgengeislum
og verður með því tæki mögulegt að greina smásæja byggingu efnis án þess að taka úr
því sýni og setja í smásjá. Uppbygging nýs sviðs á sviði heilsuverkfræði við Háskóla
Reykjavíkur opnar möguleika á auknu samstarfi. Mikilvægt er fyrir svið eins og Tækni-
svið að efla tengsl við þetta nám og stuðla þannig að samnýtingu tækja, auk þekkingar-
uppbyggingar. Ahersla er á samstarf við Háskóla íslands og Háskólann í Reykjavík.
A sviði umhverfistækni hefur Tæknisvið byggt upp þekkingu og fæmi sem miðar að
skoðun heildaráhrifa ýmiss konar framleiðslu/vöru á umhverfið með svokallaðri vist-
ferilsgreiningu (LCA - Life Cycle Analysis). LCA-greiningar hafa aukist mjög mikið í
tengslum við greiningu ferla þar sem skoðuð eru áhrif einstaka hluta vöruferlisins frá
hráefni til endurnýtingar.
Nýting innlendra orkugjafa til að draga úr hlutfalli innflutts eldsneytis skipuðu veglegan
sess. Unnið hefur verið að frumkönnun þess að skoða möguleika hérlendis til að fram-
leiða eldsneyti á farartæki í stað innflutts jarðefnaeldsneytis. Þannig væri hægt að nýta
sorp, heyrúllur eða aðra hérlenda framleiðslu til að framleiða etanól eða dísilolíu. Einnig
eiga sér stað þreifingar um umfangsmikla framleiðslu á lífmassa úr jarðhitagösum og
væri hægt að nýta slíkt til framleiðslu eldsneytis auk annarra afurða.
Impra
Impra er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki.
Impra veitir öllum frumkvöðlum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum á íslandi leiðsögn,
sama í hvaða atvinnugrein þau starfa, hvort heldur á sviði iðnaðar, sjávarútvegs, þjón-
ustu eða annarra greina íslensks atvinnulífs. Eitt af hlutverkum Impru er að auðvelda
einstaklingum og stjómendum fyrirtækja að virkja eigið hugvit og þekkingu, mikilvægt
er að huga vel að áætlanagerð og verklagi þegar viðskiptamöguleikar hugmyndar eru
metnir.
Impra hefur umsjón með handleiðslu og fjölmörgum fræðslu- og stuðningsverkefnum
fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Impra er með starfstöðvar í Reykjavík og á Akureyri.
Þjónusta Impru og verkefni eru auglýst með reglulegu millibili í fjölmiðlum og á vef-
síðunni www.impra.is.
Á Akureyri hefur Impra, með öflugum hætti, rekið stuðningsverkefni sem stuðla að
þróun og nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni. Þar hefur líka verið unnið
að eflingu og þróun klasasamstarfs, samstarfi við Vaxtarsamninga um land allt, sem og
samstarfi við atvinnuþróunarfélög. Fjórir starfsmenn eru á Akureyri.
Handleiðsla er gjaldfrjáls þjónusta sem Impra nýsköpunarmiðstöð býður öllum
frumkvöðlum og stjórnendum lítilla fyrirtækja. Handleiðsla er mikilvægur þáttur í
kjarnastarfsemi Impru en um 4.500 einstaklingar nýta sér þjónustuna árlega. Auk þess er
um 11.000 styttri fyrirspurnum svarað í gegnum síma eða með tölvupósti.
Gagnvirk handleiðsla er útfærsla á handleiðsluþjónustu Impru, en um er að ræða þjón-
ustu sem stendur til boða á heimasíðu miðstöðvarinnar. Heimasíðan er í stöðugri þróun
enda er hún mikilvægt tæki til að færa þjónustu Impru nær viðskiptavinum. Gagnvirkni
heimasíðunnar felst í áherslu á að bjóða upp á margs konar hagnýt tæki sem viðskipta-
1921 Árbók VFl/TFl 2007