Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 196
hafa verið hýstar hafa náð árangri og ekkert fyrirtæki sem þar hefur dvalið hefur orðið
gjaldþrota.
Evrópumiðstöð
Evrópumiðstöð Impru vinnur að nokkrum evrópskum og norrænum samstarfs-
verkefnum sem eiga það sammerkt að stuðla að nýsköpun og tækniyfirfærslu. Tækni-
vöktun er þjónusta sem Evrópumiðstöð býður nú upp á. Kjarni starfsemi Evrópu-
miðstöðvarinnar felst í að aðstoða fyrirtæki, frumkvöðla og stofnanir við að koma á
tækni- eða rannsóknarsamstarfi við evrópsk fyrirtæki í gegnum þátttöku miðstöðvar-
innar í svokölluðu „Innovation Relay Center" samstarfi Evrópusambandsins.
Þekkingarsetrið var sameinað starfsemi Impru nýsköpunarmiðstöðvar síðari hluta ársins
2006. A árinu var farið af stað með nýtt námskeið á netinu, vefnám. Fyrsta námskeiðið
nefnist Rekstrarform fyrirtækja. í dag geta allir sem hyggjast stofna fyrirtæki fengið hag-
nýtar upplýsingar um hvernig á að standa að stofnun fyrirtækja, hvar og hvenær sem er,
þeim að kostnaðarlausu, svo framarlega sem viðkomandi hefur aðgang að Netinu.
Fjármála- og rekstrarsvið
Hlutverk fjármála- og rekstrarsviðs er miðlæg þjónustueining og felast meginverkefnin í
stoðhlutverki fyrir aðrar deildir Iðntæknistofnunar. Meginverkefni eru fjármál, bókhald,
innkaup, starfsmannastjórnun, markaðsmál, húseign og húsbúnaður, móttaka og sím-
svörun, tölvuþjónusta og upplýsingakerfi, gæðastjórnun.
Markaðsmál Iðntæknistofnunar skiptast í innri markaðssetningu, sem beinist að því að
veita starfsmönnum upplýsingar og ráðgjöf við kynningu á verkefnum og starfsemi ein-
staka deilda, og svo markaðssetningu sem beinist út á við, að einstaka markhópum stofn-
unarinnar.
Fréttablaðið Tæknipúlsinn er einn af meginmiðlum stofnunarinnar til að koma á fram-
færi fréttum af starfseminni og árangri verkefna starfsmanna. Jafnframt var gefinn út
Vefpúls stofnunarinnar en það er rafrænt fréttablað sem gefið er út nokkrum sinnum á ári
eftir þörfum. Heimasíða stofnunarinnar hefur jafnframt mikla þýðingu við að koma á
framfæri fréttum af starfseminni auk þess að vera þekkingarmiðill til viðskiptavina um
ýmis mál stofnunarinnar. Á síðari hluta ársins var starfsmannahandbók stofnunarinnar
endurskoðuð og síðan gefin út í byrjun árs 2007.
Rekstur gæðakerfis stofnunarinnar var með hefðbundnum hætti og það starfrækt í sam-
ræmi við kröfur ISO 9001 staðalsins. Unnið var að undirbúningi vottunar deilda sem enn
hafa ekki verið teknar með formlegum hætti í gæðakerfi stofnunarinnar.
1 9 4
Arbók VFl/TFl 2007