Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Side 208
BCRGARPLAST
BORGARPLAST RYÐUR
NÝJUNGUNUM VEGINN
Borgarplast hf. er framleiðslufyrirtæki, stofnað í Borgarnesi 1971. Fyrirtækið rekur tvær
plastverksmiðjur. Önnur, sem nýlega var flutt úr Borgarnesi, er við Völuteig í Mosfellsbæ
og hin er á Seltjarnamesi en flyst senn í Völuteig, væntanlega fyrir mitt ár 2008.
Fyrirtækið er gæðavottað samkv. ISO EN 9001, frá 1993, og rekur einnig vottað
umhverfisstjórnunarkerfi, IST EN 14001, síðan 1999. Borgarplast var fyrsta íslenska iðn-
fyrirtækið sem fékk þessar vottanir.
Aðalframleiðsluvara fyrirtækisins er einangruð ker sem eru flutt árlega til 25-30 landa,
víðs vegar um heim síðan 1986. Kerin eru aðallega notuð í fisk- og kjötiðnað auk annars
matvælaiðnaðar. Markaðshlutdeild fyrirtækisins í þessum vöruflokki á íslandi er mjög há
eða um og yfir 80 %. Ker Borgarplasts þykja einstaklega vel hönnuð bæði gagnvart þrifn-
aði, styrkleika og fjölbreyttu notagildi og eru sennilega ein þekktasta og víðförulasta
hönnun íslendinga. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hannað allar framleiðsluvörurnar frá
upphafi og er mikil efnis- og framleiðsluþekking tengd plastframleiðslu innan fyrir-
tækisins.
Auk keranna framleiðir Borgarplast m.a. talsvert af vörum sem hægt er að flokka sem
umhverfisvænar framkvæmdavörur og má þar nefna olíuskiljur, fituskiljur, rotþrær,
olíugeyma og fráveitubrunna. Þess utan eru m.a. framleidd einangrunarplast, takka-
mottur fyrir gólfhita, vegatálmar, kapalbrunnar, sand- og saltkistur fyrir hálkuvörn ásamt
fjölda annarra vara.
Olíuskiljubúnaður
Sand- og oliuskilju-
búnaður.
Olíuskiljur og fylgibúnaður Borgarplasts, sem telstjast vera meng-
unarvarnarbúnaður, eru framleiddar í samræmi við staðalinn ÍST
EN 858 og hafa verið gerðarprófaðar og vottaðar af Iðntækni-
stofnun, eitt íslenskra fyrirtækja. Skiljurnar eru þyngdaraflsskiljur.
Þær þola þyngstu umferð í samræmi við álagskröfur í „Reglugerð
um stærð og þyngd ökutækja", nr 425/1995.
Borgarplast framleiðir staðlaðar olíuskiljur í stærðum frá 800
lítrum upp í 87000 lítra.
Ofanskráður staðall gerir kröfur til allra fyrirtækja sem sýsla með
olíur, bensín og leysiefni að nota olíuskiljur. Helstu viðskiptavinir
eru m.a. bensín- og olíustöðvar, véla- og bifreiðaverkstæði.
2 0 6| Árbók V F I /T F f 2007