Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 230
Stefna
*.
\\ i
X
inaaem6nt %
/
\onu°°
3 Boluutld ^°ld
AHl*uon
’tourij io,
'S
'nPojd
X
X.
\
\
Framkvæmd
Mynd 7. Framsetning á áherslum verkefnastjórnunar, byggð á 18
frumþáttum og 48 viðfangsefnum,gögnin felast í úttekt á fræði-
greinum og kennslubókum útgefnum á árunum 2003-2006 og
fjórum námslínum til meistaragráðu í verkefnastjórnun sem
tengjast 11 háskólum í Bandaríkjunum og í Evrópu.
Myndinni hefur verið snúið nokkrar gráður til að
gera samanburð við mynd 2 auðveldari. Lituðu flet-
irnir endurspegla samfallandi niðurstöður úr grein-
ingu á upplýsingaveitunum þremur en gráu flet-
irnir endurspegla skörun. Þegar mynd 5 er borin
saman við mynd 2 kemur í ljós að þeim ber nokkuð
vel saman. Samkvæmt þessu er hin upphaflega
framsetning höfunda hæfnisaugans á hlutfallslegu
vægi sviðanna þriggja er ekki fjarri því að vera rétt,
ef miðað er við þær upplýsingaveitur sem hér voru
til skoðunar. Hugtakagrunnurinn ICB 3.0 útskýrir
ekki hvaða forsendur lágu til grundvallar þegar
mynd 2 var búin til. Upplýsinga um þessar for-
sendur var því leitað hjá þeim sem settu hæfnis-
augað fram og í samtali við einn þeirra, Gerrit C. L.
Koch, haustið 2006 kom fram að þessi framsetning
byggir á innsæi og tilfinningu höfundanna en ekki a
greiningu og úrvinnslu gagna.
Vegna hinnar grófu flokkunar hæfnisaugans í þrjú
hæfnissvið má segja að greiningartækið sem hér
hefur verið fjallað um sé fremur almennt. Til saman-
burðar má sýna þá framsetningu sem áður var vitn-
að til og kynnt var á ráðstefnu IPMA í Shanghai [11]-
Þegar sömu gögnum og hér hafa verið til skoðunar
er varpað yfir í þá framsetningu fæst annars konar
mynd.
Mynd 7 er í raun samsett úr þremur radarmyndum, einni fyrir hverja upplýsingaveitu.
Hver radarmynd endurspeglar vörpun upplýsinga yfir í 18 frumþætti þannig að sá
mikilvægasti fær 100% gildi og aðrir frumþættir fá gildi í hlutfalli við það. Þegar radar-
myndirnar þrjár eru settar saman fæst heildræn framsetning á áherslum upplýsinga-
veitanna og gefur hún vísbendingu um áherslur verkefnastjórnunar. Mikilvægustu frum-
þættirnir lúta að samskiptum (interpersonal & relationship management), tengslum við
stefnu (strategic alignment), stýringu aðfanga (resource management) og áætlanagerð og
stýringu (project planning & control). Tvo síðasttöldu þættina má kalla hluta af hefð-
bundinni tæknilegri verkefnastjórnun.
Umræða
Verulegar áherslubreytingar hafa orðið á sýn manna á megininntak verkefnastjórnunar á
síðustu árum. Hæfnisauga IPMA endurspeglar þannig mikla áherslu á þætti sem hafa
með hegðun og samspil að gera, auk hinna hefðbundnu tæknilegu hæfnisþátta. Hér
hefur verið leitt í ljós að hlutfallsleg skipting flatarmáls í hæfnisauganu milli hinna
þriggja hæfnissviða á sér stoð í raunverulegum gögnum, enda þótt hún hafi verið búin
til á grundvelli innsæis og almennrar tilfinningar höfunda hæfnisaugans. Hæfnisaugað
endurspeglar því vel áherslur í aðferðafræði verkefnastjómunar árið 2007.
Hægt er að styðjast við hæfnisaugað sem einfalt greiningartæki í því skyni að gefa
almennan skilning á inntaki verkefnastjórnunar. Skoða má aðferðafræðina út frá mis-
munandi sjónarhornum og endurspegla mismunandi áherslur með einföldum mynd-
rænum hætti. Ahugavert væri að skoða fleiri upplýsingaveitur í þessu samhengi, til
dæmis umfjöllun á málþingum og ráðstefnum fólks sem stundar verkefnastjórnun og ber
saman bækur sínar. Eins mætti bera saman áherslur sömu sjónarhorna á mismunandi
tímum til að skoða hvemig þessar áherslur breytast í tímans rás. Hæfnisaugað - með
sínum þremur hæfnissviðum - kann þó að virðast of einfalt greiningartæki fyrir þá sem
2 2 8
Arbók VFl/TFl 2007