Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 243
aðferð sem byggðist á þeim, með það að
leiðarljósi að geta rakið flóð í árfarvegum hvar
sem er á landinu.
Þversnið eru valin þar sem hæðin á farveginum
er þekkt, eða við hæðarlínur og hæðarpunkta á
Atlaskortum (sjá mynd 1). Bláu strikin á mynd 1
sýna tvö slík þversnið, við 80 m og 100 m hæðar-
línurnar. Þar sem munur er á botni og bakka er
hæð farvegs við botn þversniðanna metin 2 metr-
um lægri en hæðarlínur árbakkanna gefa til
kynna. Notast er við 2 m þar sem reikna má með
að hæðarpunktar á kortum séu nokkuð yfir
vatnsborði árinnar en þetta er þó að einhverju
leyti tilviljunarkennt val. Að öðru leyti eru engar
ákveðnar reglur um hvar eigi að taka þversnið
og því er að miklu leyti stuðst við huglægt mat
til að meta þversnið eins og við þrengingar og
breikkanir (sjá rauð strik á mynd 1) auk þekktra
hæðarlína (sjá blá strik á mynd 1). Þegar þver-
snið eru tekin yfir eyjar í farveginum er notast
við eina breidd, sem er 90% af summu breidd-
anna beggja megin eyjarinnar, til að taka inn
áhrif grynninga við eyjarnar.
Langsnið farvegarins er fundið með hlutfalls-
legri brúun milli þekktra hæðarlína á Atlants-
kortunum eins og sýnt er á mynd 2.
Breidd hvers valins þversniðs milli hæðarlína er
mæld og einnig fjarlægð á milli þeirra, eins og
sýnt er á mynd 2a. Hæð hvers þversniðs, zv er þá
það eina sem er ekki ákvarðað beint út frá kort-
inu. Auðveltast er að nota línulega brúun milli
hæðarlínanna eins og sýnt er á mynd 2b með
rauðu línunni. Hins vegar má bæta það með því
að nota hlutfallslega brúun sem gerir ráð fyrir
því að halli farvegar sé meiri þegar áin er þröng
en þegar hún er breið. í hlutfallareikningnum er
breiddarhlutfallið /1,, ákvarðað sem:
SkrUahiM
ysrfu^
t'ríivn
\ K Tlurra Hioll
9’ llriiaAujé-ÚÁV ÍqÚ
ð i yhiV-WrfJKli
I^KroVur
rrnuklrtttir 100m llni
h’v? Mosor /A
Stí' {Hvarwihjílagti.
fyónárhoi
rnio'
Mynd I.Dæmi um þversniðatöku í farvegi milli tveggja þversniða með
þekkta hæð I Neðri- Þjórsá (Kortaskjár LMl, 2007).
A
Za
þar sem B,- er breidd þversniðs i og ^ B, er summa breiddar allra þversniða (milli 80 m
og 100 m hæðarlína í dæminu á myndum 1 og 2).
Þessi breyting á breiddinni er sýnd á myndrænan hátt á mynd 2a. Þá er lengdarhlut-
fallið, X, ákvarðað sem:
þar sem L,- er fjarlægð á milli þversniðs i og i+1 og er heildarfjarlægð milli þekktra
þversniða (milli 80 m og 100 m hæðarlína í dæminu á myndum 1 og 2).
Þá er hlutfallið milli breiddar og lengdar ákvarðað með jöfnunni:
Ritrýndar vísindagreinar
2 4 1