Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 268
Hlaup: lp - 2.3 Hi ^
0.5 T o •m., “ 0 56 nlllli mi i;ii|i!(iiii.;...,iiS|l||jyllH ^f. (
t * ^P^BPP
-0.5 w
V 10 20 30 40 50 60 70 ‘ J
Mynd 16. Reiknuð hröðun fyrir einn hlaupara frá suðri til norðurs á tíðni 2,3 Hz, þyngd 900 N og deyfing, £ = 0,0065.
sem til skoðunar er hverju sinni er gefið upp sem röð af
sínushreinsveiflum yfir tímann Tp sem jafngildir 1 //p þar
sem /p er göngu- eða hlaupatíðnin. Álagið færist svo yfir á
næsta hnútpunkt sem er í fjarlægðinni lskrej: frá fyrsta
álagspunktinum og hefur þá upphafstíma Tp og lokatíma
2Tp. Á þann hátt færist álagið eftir brúnni og líkir þannig
eftir göngu eða hlaupi yfir brúna. Dæmi um reiknaða
svörun frá einum hlaupara má sjá á mynd 16. Álagslíkönin
sem notuð voru í reiknilíkani eru þau sömu og er lýst í kafl-
anum um álagslíkön hér að framan.
Mynd 17. Samanburður á reiknaðri og mældri
hröðun fyrir gönguálag á göngubrú yfir Hring-
braut við Njarðargötu.
Göngubrú yfir Hringbraut við Njarðargötu
Reiknuð eigintíðni fyrsta lóðrétta sveifluformsins er 2,34 Hz sem
ber vel saman við mældu eigintíðnina 2,3 Hz.
Á mynd 17 má sjá samanburð á reiknaðri og mældri svörun brúar-
innar fyrir gangandi. Svörunin er mjög háð því hversu vel álagið
hittir inn á eigintíðni brúarinnar eins og sést á því hve skarpur
toppur er á svörunarrófinu.
Staðalálagið (miðað við 700 N) gaf reiknaða svörun 0,10 m/s2 sem
er töluvert lægra en mæld svörun fyrir einn gangandi sem var
mest 0,42 m/s2 en meðaltalið var 0,35 m/s2. Bæði gildin eru vel
innan við staðalkröfurnar varðandi hröðun sem eru fyrir þessa brú
aleufilext = 0/76 m/s2. Tið að bera saman reiknuð gildi og mæld gildi,
eru allar mælingar (nema gildi staðlanna) kvörðuð miðað við 1000
N í þyngd.
Sé einföldum hönnunaraðferðum beitt fyrir þessa brú þá fæst að
mesta hröðun samkvæmt Bachmann (2002) er amax = 0,25 m/s2
miðað við 700 N eða 0,36 m/s2 miðað við 1000 N. Það fellur
ágætlega að mældri hröðun en er nokkuð hærra en reiknilíkanið
gefur. Almervnt er reiknuð hröðun lægra en mæld hröðun fyrir
gönguálag eins og sést á mynd 18.
Á mynd 18 má sjá samanburð á reiknaðri og mældri svörun
brúarinnar fyrir hlaupaálag. Reiknuð hröðun fellur ágætlega að
mældri hröðun fyrir einn hlaupara. Mesta reiknaða hröðun er við
hlaup á tíðninni 2,3 Hz 0,67 m/s2 en mesta mælda hröðun er 0,69
m/s2 (0,79 m/s2 miðað við 1000 N) en meðalgildið úr sex mæli-
röðum er 0,64 m/s2 (0,71 m/s2 miðað við 1000 N) fyrir hlaup á
tíðni 2,3 Hz. Einfalda aðferðin samkvæmt [Bachmann et.al., 1996]
er langt yfir mældum og reiknuðum gildum.
Mynd 19.Samanburður á mældri svörun fyrir mismunandi
tilraunir fyrir göngubrú yfir Hringbraut við Njarðargötu.
Gildin eru hágildi hröðunar fyrir hvert álagstilfelli.
Á mynd 19 má sjá samanburð á mældri svörun fyrir mis-
munandi álagstilfelli við hönnunarviðmið Evrópustað-
alsins (ENV 1992-2). Þar má sjá að fyrir einn mann gang-
andi og einn mann hlaupandi er mæld svörun innan við
staðalviðmiðið en fyrir tvo hlaupara og í hóptilraunum fer
svörunin yfir staðalviðmiðið. Staðalviðmiðið er hins vegar
einungis skilgreint fyrir álag frá gangandi þannig að erfitt
er að draga ályktanir af því.
Frekari niðurstöður um samanburð mælinga og reikni-
líkans fyrir göngubrú yfir Hringbraut við Landspítala má
finna í [Línuhönnun, 2007].
2 6 6
Arbók VFl/TFl 2007