Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 282
Efnisburður utan á hafnargarða
Mat á efnisburði framan við Bakkafjöruhöfn byggist
á vegnu meðaltali reiknaðs efnisburðar í nóvember
1985 og febrúarveðrinu 1989. Nettó efnisburður við
Bakkafjöru reynist vera um 150.000 m3 á ári eftir
sandrifinu og um 270.000 m3 á ári og heildar-
efnisburður reynist vera um 950.000 m3 á ári við
Bakkafjöru. Eins og áður er getið ná hafnargarðarnir
um 600 m frá ströndinni. Suðvestan- og suðaustan
ölduáttir bera efni að görðunum. Samkvæmt þess-
um reikningum tekur það efnisburðinn um tíu ár að
fylla að hafnargörðunum í meðalárferði, samanber
mynd 9.
Efnisburður inn i ferjuhöfnina og dýpi við hafnarmynni
Heildarefnið, sem berst inn um hafnarmynnið, er í beinu hlutfalli við breidd hafnar-
mynnisins. Mynd 10 sýnir þversnið af efnisburði á lengdarmetra framan við höfnina.
Miðað við 70 metra hafnarmynni eykst magnið sem berst inn í ferjuhöfnina úr 4.400 m3
á ári fyrstu árin upp í allt að 25.000 m3 á ári eftir 10 ár. Vegna mikilla breytinga milli ára
á öldufari við suðurströndina má reikna með að efnismagnið, sem berst inn um hafnar-
mynnið eftir tíu ár, geti sveiflast verulega.
Dýpið í hafnarmynni þarf að vera nægjanlegt til að 3,3-3,5 metra djúprista ferja geti siglt.
Lágmarksdýpi, sem þarf að vera við hafnarmynnið, er 5,5 metrar og þarf að miða við það.
Það skiptir sköpum, hve framarlega hafnarmynnið er staðsett og hve bogadregnir
garðamir eru við hafnarmynnið. Þróun dýpis framan við hafnarmynnið var kannað með
því að keyra mismikil suðvestan og suðaustan veður, allt frá aftökum niður £ mikil brim
og brim sem vara dögum saman.
Entr anc* / \
^ .........................................................7
Mynd 10. Áætlaður árlegur efnisburður framan við Bakkafjöruhöfn.
Mat á efnisburði framan við Bakkafjöruhöfn byggist á vegnu
meðaltali reiknaðs efnisburðar í nóvember 1985 og ferbrúar-
veðrinu 1989.
Hefðbundin stefna milli enda hafnargarða á sand-
ströndum til að viðhalda dýpi í hafnarmynninu er
um 40°. Hins vegar gefa niðurstöður reiknilíkans
stefnuna 65° fyrir ferjuhöfn á Bakkafjöru. Við 65°
stefnu garða verður dýpið utan hafnarmynnisins og
innan hafnargarðanna í suðvestanveðrum meira en
5,5 m. Efnisburður fyrsta árið eftir byggingu brim-
vamargarðanna er háður því hve mikið efni er til
staðar í fjömrtni. Ef mikið efni er til staðar myndast
sandalda sem þarf að berast fyrir hafnarmyrvnið þar
til jafnvægi er náð. Þegar sandaldan berst framhjá
hafnarmynninu, getur talsvert af því efni borist inn í
höfnina. Því getur þurft að dýpka fyrstu árin til að
jafnvægi náist.
Kostir ferjuhafnarinnar
Meginmarkmiðið með byggingu ferjuhafnar á Bakkafjöm og ferjusamgangna milli Vest-
mannaeyjahafnar og Bakka er að sjálfsögðu að bæta samgöngur Vestmannaeyinga og
gera samgöngur við Eyjar sem allra líkastar samgöngum við þá staði sem eru í þjóðvega-
sambandi. Stjómvöld hafa nú metið ferjuhöfnina sem þann kost sem hagkvæmast sé að
taka við núverandi aðstæður. Samgöngubæturnar sem leiða af ferjusamgöngum milli
Bakka og Eyja muni styrkja efnahag og samfélag Eyjamanna og nágranna þeirra í landi
til mikilla muna. Það er engin ástæða fyrir íslenskt samfélag að treysta ekki á framtíð
byggðar í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi með samgöngubótum sem eru, þegar öllu er
til skila haldið, jafn hagfelldar og sjálfsagðar og ferjuhöfnin á Bakkafjöru.
2 8 0
Árbók VFl/TFl 2007