Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 292
Þekkingaraugað
Segja má að þekkingaraugað (e. Eye of Competence) sem Alþjóðasamtök verkefnastjórn-
unarfélaga (IPMA) settu fram í nýjustu útgáfu hugtakalykils síns vorið 2006 [2] rími afar
vel við hugtakaramma MPM-námsins. I þekkingarauganu er sýnt á myndrænan hátt
hvernig tæknileg færni, hegðunarleg færni og fæmi í samspili margvíslegra þátta mynda
eina heild en það er sú heild sem verkefnastjórinn þarf að hafa á valdi sínu til að geta stýrt
verkefnum farsællega.
Þekkingaraugað.
Þetta kemur glögglega í ljós í lokaverkefni sem nemendur vinna a
fjórða og síðasta misseri. Þá vinna þeir að afmarkaðri athugun og
krafan er að þeir búi til nýja þekkingu á einlrverju af fræðasviðum
námsins. Nemendur skila niðurstöðum sínum í formi fræðilegar
greinar sem síðan er kynnt á opinni ráðstefnu sem haldin er í nafni
verkfræðideildar undir kjörorðinu „Vor í íslenskri verkefna-
stjórnun." Verkefnin í ár voru afar fjölbreytt og ólík og óhætt er að
fullyrða að mörg þeirra eiga erindi við atvinnulífið. Með þessari
grein er ætlunin að greina stuttlega frá niðurstöðum nokkurra
lokaverkefna sem kynnt voru á Hótel Loftleiðum þann 11. maí 2007
ásamt því að sýna hvemig þau falla að þekkingarauganu.
Samspil (e. Contextual competences)
Verkefnastjórnun er stjórnunaraöferð sem hvers konar skipulagsheildir, fyrirtæki eða stofnanir,
geta nýtt sér til að sinna margvíslegum viðfangsefnum í innra og ytra starfi sínu. Verkefni tengj-
ast því skipulagi og starfsemi fyrirtækja og stofnana og gæta þarfvel að samspili sérhvers verk-
efnis við skipulagsheildina sem það er sprottið úr. Verkefnin eru ýmist ein og sér eða þau tiiheyra
verkefnastojhum og/eða verkefnaskrám. í öllum tilfellum þurfa verkefnin að vera í samræmi við
heildarmarkmið skipulagsheildarinnar en þeim er ætlað að stuðla að því að stefna fyrirtækis eða
stofnunar, til skemmri eða lengri tíma, náifram að ganga.
Ferlisvæðing og gæðastjómun í verkefnum getur skipt verulegu máli fyrir fyrirtæki og
stofnanir sem vilja staðla vinnubrögð og aðferðafræði í verkefnastjórnun. Þetta er meðal
annars gert með því að beita greiningartækjum. Bæði á undirbúningsstigi, ekki síður en
á æviskeiði verkefnanna, má hagnýta margvíslegar aðferðir til að stuðla að betri áætl-
anagerð. Þá er hægt að fylgjast grannt með framvindu verkefnanna til þess, meðal
annars, að geta brugðist fyrr við frávikum frá áætlunum.
Laufey Karlsdóttir og Sigrún Hallgrímsdóttir [3] gerðu samanburðarrannsókn til að
skoða hvort greina megi mun á stjórnunarlegum verkferlum verkefna milli fyrirtækja
sem hafa ISO 9001 vottun og fyrirtækja sem ekki hafa slíka vottun. Könnun var fram-
kvæmd meðal 64 fyrirtækja - helmingur þeirra var vottaður en hinn helmingurinn voru
hliðstæð fyrirtæki - ekki með vottun. Til skoðunar voru fjórar víddir verkferla; skjalfest-
ing, viðskiptavinur, ábyrgð og umboð og ferli sem lúta að verkefnastjórnun. Ekki var
hægt að finna marktækan mun en þó kom meðal annars fram að stærri fyrirtæki leggja
meiri áherslu á formleg verkferli en þau minni. Einnig kom fram að stjórnendur í vott-
uðum fyrirtækjum álíta verkferli í betri farvegi en hinn almenni starfsmaður fyrirtækjanna.
Verkefnastjórnun er notuð til að stýra margvíslegum vöruþróunarverkefnum hjá íjöl-
mörgum íslenskum fyrirtækjum. Mikilvægur þáttur í starfi vöruþróunarfyrirtækja er að
halda utan um hugverkaréttindi. Margrét Sigurðardóttir [4] fjallaði um mikilvægi
hugverka í vöruþróun og gaf yfirlit yfir hugverkalöggjöf. Margrét rýndi hefðbundna
aðferðafræði vöruþróunar og komst að því að umfjöllun um hugverk og stjórnun þeirra
er takmörkuð. Hún setti því fram lista yfir lykilþætti varðandi stjórnun hugverka í
vöruþróunarverkefnum á grundvelli valdra stjórnunarþátta og verndarskilyrða í hug-
verkalöggjöf.
2 9 0
Arbók VFl/TFl 2007