Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 294
Tækni (Technical competences)
Upphaf verkefnastjórnunar sem heildstæðrar fræðigreinar má rekja til miðrar 20. aldar og pví er
hún ung fræðigrein í mikilli þróun. Grundvallarþættir verkefnastjórnunar eru samansafn
margvíslegra tæknilegra aðferða sem notaðar eru til að gangsetja, fylgja eftir og Ijúka verkefnum.
Allt fram til loka 20. aldar hefur það verið útbreidd skoðun að verkefnastjórnun felist fyrst og
fremst í beitingu þessara tæknilegu aðferða. Á seinni árum hefur þetta breyst og aukin áhersla
hefur verið lögð á aðra þætti. Mikilvægi hinna tæknilegu aðferða hefur þó síst minnkaðfyrir þessa
sök og allir sem vilja nýta sér verkefnastjórnun verða að kunna skil á helstu tæknilegu aðferðum
hennar.
Meðal fjölmargra áhersluatriða sem falla undir tæknilega færniþætti í verkefnastjórnun
eru atriði er varða æviskeið verkefna, skiptingu þeirra í áfanga og mismunandi stjórn-
unarlegar aðgerðir sem leggja þarf áherslu á fyrir sérhvern áfanga. Dirk Lubker [12]
skoðaði hvernig stórt vöruþróunarfyrirtæki í lyfjaþróun hefur staðið að því að koma
vörum sínum á markað. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa óskað eftir að þessi áfangi taki
styttri tíma en nú er. Dirk skoðaði gögn fyrirtækisins er þetta varða frá árinu 2006 - hann
greindi gögnin og skilgreindi aðferðir til að stytta þennan tíma og ná þannig fram auk-
inni ánægju viðskiptavina, án þess að tefla arðsemissjónarmiðum fyrirtækisins í hættu.
Áhættustjórnun, þar með talið mat á áhættu og greining á aðgerðum til að bregðast við
henni, er lykilþáttur í tæknilegri verkefnastjórnun. Aðalheiður Sigurðardóttir [13] fjallaði
um áhættustjómun í hugbúnaðarverkefnum. Hún varpaði ljósi á hið hvikula umhverfi
hugbúnaðarverktaka sem kallar á að komið sé á markvissum ferlum fyrir stjórnun áhættu.
Stærsta áhætta hugbúnaðarverktaka er tengd umfangi (e. scope) verkefna. Með því að
leggja sérstaka áherslu á áhættu vegna breytinga á umfangi geta hugbúnaðarverktakar
náð betri stjóm á verkefnum sínum og þar með betri árangri. Þórunn Sveinsdóttir [14]
skoðaði öryggislíkan sem ætlað er að stuðla að bættu öryggi og heilbrigði við mann-
virkjagerð. Líkanið skilgreinir helstu þætti og ferla sem þurfa að vera til staðar á undir-
búnings- og hönnunarstigi verklegra framkvæmda, og á sjálfu framkvæmdastiginu, til að
góður árangur geti náðst í öryggismálum. Líkanið var notað til að skoða öryggis- og heil-
brigðisráðstafanir hjá aðalverktakanum, Istaki, við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar og aðkomu verkkaupa að öryggismálum í verkinu.
Tengsl milli arðsemi verkefna og framkvæmdatíma voru til umfjöllunar hjá Sigurði
Guðna Sigurðssyni [15] sem stillti upp reiknilíkani til að skoða vensl og áhrif tafa. Tafir á
verktíma hafa afleiðingar fyrir verksala og verkkaupa, fastur kostnaður og fjármagns-
kostnaður hlaðast á verksala og verðmæti greiðslu sem hann fær fyrir afurð verkefnisins
rýrnar. Tafir stytta þann tíma sem verkkaupinn nýtur ávaxta af notkun afurðar verk-
efnisins. í rannsókn sinni gerði Sigurður grein fyrir samspili tafa og greiðsludreifingar og
áhrifum hennar á verksala og verkkaupa, auk annarra áhrifavalda.
Eirný Valsdóttir [16] gerði grein fyrir jafningjamati við umsóknir í samkeppnissjóði sem
umdeildri aðferð til grundvallar styrkveitingum. Hún færði rök fyrir því að markviss
gæðastjórnun sé eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nota til að minnka líkur á
frávikum frá bestu viðmiðum. Jafningjamat er mjög huglægt og því er mikil þörf á
góðum ferlum og skýrum leiðbeiningum um hvað eru bestu viðmið.
Hegðun (Behavioural competences)
Gæfa eða gjörvileiki í stjórnun verkefna ræðst ekki síst af því hversu vel tekst að búa til hvetjandi
vinnuumhverfi í samstarfi fólks og hve vel gengur að eiga samskipti innan verkefnishópsins og við
hagsmunaaðila í umhverfi hans. Hegðun og viðhorf verkefnastjórans gagnvart sjálfum sér og
umhverfinu skipta miklu í þessu samhengi.
2 9 2i Árbók VFl/TFl 2007