Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 295
Arnhildur Ásdís Kolbeins [17] skoðaði hvaða áhrif hlýðni við yfirboðara og hjarðhegðun
geta haft í vinnuslysum í verkefnum og hvernig áhættumat og virk áhættustjórnun geta
dregið úr þessari áhættu. Meðal niðurstaðna Arnhildar er að hlýðniþátturinn sé ósjálfrátt
viðbragð og geti verið orsakaþáttur að alvarlegum vinnuslysum, þar sem starfsmenn eru
líklegri til að hlýða beinurn fyrirmælum yfirmanna sinna heldur en eigin sannfæringu
eða skráðum verklagsreglum. Sterk fylgni virðist vera milli alvarleika vinnuslysa og þess
hvort eða hvers konar öryggisstjórnunarkerfi er notað. Meðal niðurstaðna Arnhildar er
að áhættumat og virk áhættustjórnun á öllum stigum verkefna sé gagnlegt verkfæri til að
draga úr líkum á alvarlegum vinnuslysum.
Hildur Helgadóttir [18] skoðaði siðfræðilegar hliðar verkefnastjórnunar. Hún kynnti
aðferð við að kenna verkefnastjórum að hugsa, rökræða og taka siðferðilega afstöðu út
frá fjórum meginkenningum siðfræðinnar. Hildur komst að þeirri niðurstöðu að vegna
hins flókna umhverfis sem við lifum í og verkefni eru unnin í er mikilvægt að verkefna-
stjórar séu siðferðilega þenkjandi, að atvinnulífið geri kröfu til þess að svo sé og að
háskólaumhverfið og fagsamtök axli ákveðna ábyrgð í þessu samhengi.
Rut Magnúsdóttir [19] spurði hvort markþjálfun (e. coaching) ætti að vera hluti af námi
verkefnastjórans. Hún komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði markþjálfunar gæti
fært verkefnastjóranum fæmi til að virkja sköpunarkraft einstaklingsins í verkefna-
hópnum á nýstárlegan hátt. Með þessari aðferðafræði næði verkefnastjórinn dýpri skiln-
ingi á því hvernig einstaklingur virkar og geti mögulega vakið hann til meðvitundar um
hvers hann er megnugur.
Lokaorð
í ræðu sem Þorsteinn Ingi Sigfússon [20] prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
íslands flutti við brautskráningu MPM-hópsins í júní síðastliðnum sagði hann meðal
annars að þetta nám væri með bestu nýsköpunaráföngum í seinni tíma sögu Háskóla
íslands. Hann sagði ennfremur: „Þegar tækni og orku þrýtur þá má með verkefna-
stjórnun flytja fjöll. Og þegar tækni og orku nýtur þá má með verkefnastjórnun fram-
kvæma stórvirki."
Eins og lokaverkefnin sem hér hefur verið gerð grein fyrir bera vitni um þá er næsta víst
að verkefnastjórnun hefur hafið útrás úr hinum hefðbundnu tæknigreinum og sýnist
hyggja á landvinninga á öllum sviðum atvinnulífs; í opinberum rekstri, einkarekstri; í
margslungnum heimi viðskiptanna og á sviði mannúðar- og hknarmála.
Heimildir
11] Helgi Þór Ingasonog Haukur Ingi Jónasson (2006). Hugvit, siðvit, verksvit- Nýtt meistaranám I verkefnastjórnun (MPM)
við verkfræðideild Háskóla Islands. Árbók VF(/TFl, nóvember 2006.
[2] International Project Management Association (2006). ICB - IPMA Competence Basetine Version 3.0, The Netherlands,
IPMA, June 2006.
[3] Laufey Karlsdóttir og Sigrún Hallgrlmsdóttir (2007). HefurlSO 9001 vottun áhrif á stýringu verkefna? Lokaverkefni IMPM
námi við verkfræðideild Háskóla fslands. Aðgengilegt á vefsíðunni www.mpm.is. Júnl 2007.
[4] Margrét Sigurðardóttir (2007).Stjórnun hugverka Ivöruþróunarverkefnum. Lokaverkefni IMPM námi við verkfræðideild
Háskóla (slands. Aðgengilegt á vefslðunni www.mpm.is. Júní 2007.
[5] Anna Margrét Björnsdóttir (2007). Verkefnastofur I Islenskum fyrirtækjum. Lokaverkefni I MPM námi við verkfræðideild
Háskóla Islands. Aðgengilegt á vefslðunni www.mpm.is. Júnl 2007.
16] Ingibjörg Sigurðardóttir (2007). Þjálfun starfsfólks - lykill aö farsælli innteiöingu á verkefnastofu. Lokaverkefni I MPM
námi við verkfræðideild Háskóla Islands. Aðgengilegt á vefsiðunni www.mpm.is. Júnl 2007.
[7] Unnur Ágústsdóttir (2007).„Verkefnastjórióskast"- hvaöa kröfureru geröar til verkefnastjóra viö ráöningar? Lokaverkefni
IMPM námi við verkfræðideild Háskóla Islands. Aðgengilegt á vefsíðunni www.mpm.is. Júní 2007.
Tækni- og visindagreinar
2 9 3