Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 306
Mynd 1. D.Gottlob„,Gervihöfuð",og K.F.
Siebrasse (frá vinstri til hægri) við hljóðmæi-
ingar í tónleikasal. Heimild1.
var alveg laus við umhverfisáhrif eins og bergmál eða ómtíma.
Upptakan var síðan spiluð frá sviði ýmissa tónleikasala með fjölda
hátalara og líkti þetta eftir raunverulegum flutningi hljóm-
sveitarinnar í viðkomandi sal. Hljóðmóttaka var tekin upp á band
við bæði eyru gervihöfuðs sem staðsett var í sæti í salnum. Hljóð-
upptakan var síðan spiluð fyrir hlustanda sem sat í hljóðeinangr-
uðu rými, eftir viðeigandi meðhöndlun hljóðmerkjanna tveggja
sem bárust eyrunum. Hlustandinn gat nú skipt á milli helstu tón-
listarsala á sekúndubroti og var beðinn um að velja þann flutning
sem honum líkaði betur. Mynd 1 var tekin við rannsóknina1 og
sýnir gervihöfuðið sem notað var til upptöku á hljóðmerkjunum
tveimur, eitt fyrir hvort eyra, í tónleikasal.
Niðurstöður rannsóknarinnar
Rannsóknin leiddi í ljós að hlustendur kjósa hljóðbylgjur sem koma frá hliðunum1, frá
veggjum, sem gefa þeim víðóma eða tvírásaáhrif (e. stereophonic effect) frekar en hljóð
sem endurkastast frá lofti og lendir jafnt á báðum eyrum á sama tíma, sem gefur einóma
eða einrása áhrif (e.monophonic effect).
Niðurstaðan var þessi; tónleikasalir þar sem hátt er til lofts og þröngt til veggja falla betur
að hlustendum en salir þar sem lágt er til lofts og vítt til veggja. Aðrir sem höfðu rætt
þessi áhrif „snemma endurkastaðs hljóðs frá hliðum" (e. early lateral reflections) voru
West1, Marshall1, Keet1 og Barron1. Á tímum loftkælingar eru lág loft mun hagkvæmari í
byggingu- Ef loftin verða áfram lág, hvernig er þá hægt að bæta hljómburð í þessum tón-
leikasölum þannig að hlustendum líki betur?
Dreifar
í kjölfar rannsóknar á evrópskum tónleikasölum gefur Schroeder út grein árið 1974 þar
sem hann leggur til að „dreifar" með mikilli hliðartvístrun verði settir á hliðarveggi og í
loft tónleikasala. Þetta muni auka útbreiðslu hliðarhljóðbylgna, minnka þannig einslögun
hljóðmerkis við eyrun tvö og þar með bæta hljómburð salarins. Til þess að dreifa
hljóðinu leggur Schroeder til að notað verði yfirborð sem dreifi hljóðorkunni jafnt í allar
áttir. Fyrir mynstur slíks yfirborðs leggur Schroeder til að notaðar verði runur úr talnafræði.
Mynd 2a. Dreifir sem byggist á Galois runu
með lengd 7. Aðfallandi bylgja (e.lncident
wave) skellur á yfirborðlnu og dreifist í margar
áttir (e. diffracted waves). Heimild’.
Runur úr talnafræði
Svokölluð Galois-runa (e. maximum-length sequence, MLS, eða
Galois sequence), hefur þá eiginleika að aflróf hennar er svo til
alveg flatt (fyrir utan dæld í beina stefnu). Vegna tengsla Fourier
raðar og stefnuvirkni mynsturs mun yfirborð veggjar með
endurkastsstuðla sem breytast frá +1 og -1, eftir slíkri runu, dreifa
aðfallandi bylgju jafnt í allar áttir (fyrir utan dæld í spegilstefnuna
sem samsvarar hluta beirtnar stefnu í tíðnirófinu)1.
Endurkastsstuðul +1 má fá með hörðum vegg og endurkasts-
stuðul -1 má fá með „rásum" í veggnum með dýpt sem samsvarar
einum fjórða af bylgjulengd. Þetta veldur því að endurköstuð bylgja
úr rásinni ferðast hálfri bylgjulengd á eftir bylgjunni sem endur-
kastast frá veggnum og eyðir þannig bylgjulengdinni algerlega.
3 0 4
Arbók VFl/TFl 2007