Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 321
Reikniverkið
Almennt
Það kemur ekki á óvart að nokkrar formúlur og aðgerðir þurfi til að byggja upp
reikniverk fyrir slíkan hermi þegar fjöldi innsetningargilda hér að framan er hafður í
huga. Alls eru formúlur og aðgerðir í meginreikniverkinu rúmlega 400 talsins, misurn-
fangsmiklar. Til að greina reikniverkið frekar er því skipt í 10 mismunandi hluta:
A Formúlur fyrir særými og skrokkstuðla (skip úr höfn)
B Formúlur fyrir veiðiaðgerðir og notaðan tíma
C Formúlur fyrir afla og afurðir
D Formúlur fyrir mótstöðu skips
E Formúlur fyrir veiðarfæri, mótstöðu þess og aflþörf vindna
F Formúlur fyrir orkunotendur um borð
G Formúlur fyrir framdrifsafl og afl aðal- og hjálparvéla
H Formúlur fyrir hlutfallslegt álag og eyðslustuðla
I Formúlur fyrir olíunotkun
J Formúlur fyrir útlosun gróðurhúsalofttegunda
Vissir hlutar reikniverksins eru eins konar millireikningar og þeim er ekki ætlað að vera sýni-
legar niðurstöður fyrir notandann. Hér síðar er í stórum dráttum gerð grein fyrir aðferða-
fræði, gefið sýnishorn af formúlum og skýringarmyndum fyrir einstaka hluta hér að framan.
Meginforsendur
Til að gera hermi sem þennan mögulegan með vitrænum niðurstöðum þurfti víða að leita
fanga. Þar má nefna víðtækan fræðilegan grunn um mótstöðu og framdrif skipa og
skrúfuútreikninga; umfangsmiklar tæknilegar lýsingar á íslenska fiskiskipaflotanum;
mælingagrunn fyrir orkubúskap íslenskra fiskiskipa yfir langan tíma; og grunn um sókn,
úthald, afla og olíunotkun togara á síðustu áratugum 20. aldar.
Segja má að áðurnefndur mælingagrunnur hafi spannað rúmlega tveggja áratuga sögu
mælinga tæknideildar Fiskifélags lslands [5]. Mælingar á orku- og olíunotkun í hefð-
bundnum veiðiferðum; sértækar bryggjuspyrnumælingar; ganghraðamælingar, tóm-
gangsmælingar, eyðslustuðlamælingar aðalvéla skipa, mælingar á orkuþörf um borð o.fl.
Þá bættust við sértækar mælingar sem undirritaður gerði á orkubúskap í þremur
vinnsluskipum Granda árið 1997 [3, 4], svo og í fimm skipum Vinnslustöðvarinnar hf. á
árunum 1998-2000.
Aðgerðaskipting
Einn grunnþáttur hermis er skipting úthaldstíma í aðgerðir fyrir samfelldan rekstur
skips. Fyrir togskip er byggt á 10 aðgerðum:l) Siglt á fiskimiðin; 2) fiskileit á miðum; 3)
kast veiðarfæris; 4) tog; 5) hífing veiðarfæris; 6) meðhöndlun trolls um borð; 7) siglt milli
miða; 8) frátafir; 9) siglt í höfn; 10) skip í höfn (löndun, undirbúningur).
Aðgerðir 3) og 5) miðast við stöðu toghlera og slökun og hífingu togvíra, þ.e. kast hefst
þegar hlerar fara frá gálga og aðgerðinni lýkur þegar hlerar koma í botn eða á veiðidýpi.
Hliðstætt hefst aðgerðin hífing þegar hlerar fara frá botni (eða veiðidýpi) og henni lýkur
þegar þeir koma í gálga.
Toggetureiknilíkan
Grunnþáttur í reikniverki Orkuspar-hermisins eru skrúfuútreikningar. Til einföldunar
var byggt á svonefndu toggetureiknilíkani sem greinarhöfundur setti fram 1995 [1]. Hér
er um að ræða aðferð til að reikna út skrúfuspyrnu og mögulegan dráttarkraft á togferð
(toggetu). Til að hafa líkanið sem einfaldast var einungis byggt á fimm þáttum skips, þ.e.
bremsuafli vélar, skrúfuþvermáli, skrúfuhring (hvort er eður ei), rafmagnsframleiðslu á togi (ef
T æ k n i -
o g vísindagreinar i 3 1 9