Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 337
breytist lítið með tímanum. Ef tekið er tillit til að þessar stærðir breytist, verður mun
flóknara að gera líkan af klórupptökunni, sjá t.d. [5] hér urn.
Við mat á ástandi í eldri mannvirkjum er hægt að áætla klórleiðnistuðulinn með því að
mæla klórinnihaldið á mismunandi dýpi og reikna síðan með „Fick's 2nd law" hvenær
klórinnihald verði það mikið að þröskuldsgildinu sé náð.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Steinsteypt mannvirki sem verða fyrir verulegri klórmengun, maimvirki við sjó, plötur í
bílastæðahúsum, brýr, sundlaugar o.fl., eru í sérstakri hættu hvað varðar ryðskemmdir
vegna klórs og þarf því sérstaka vandvirkni við hönnun og útfærslu þeirra.
Forsendur fyrir ryðmyndun eru að klórmagnið hafi náð ákveðnu þröskuldsgildi sem
getur verið misjafnt eftir bindiefni (sement og íaukar (possolanar)). Tíminn þar til
ryðmyndun getur hafist er háður eftirfarandi þáttum:
• Klórmagni í umhverfi
• Þéttleika steypunnar
• Hæfni steypunnar til þess að binda klór
• Þröskuldsgildi fyrir klórmagnið við járnið (háð bindiefni)
• Þykkt steypuhulu
• Sprungum í steypunni
Hvað varðar val á bindiefni (sementi, possolönum o.fl.) og samsetningu á steypu með
háa mótstöðu gegn klórinndrægni, þá þarf steypan sem fyrr segir að vera mjög þétt, vera
búin hæfni til þess að binda sem mest klór og þröskuldsgildið fyrir klórmagnið við járnið
þarf að vera sem hæst.
Tafla 3. Fyrirbyggjandi aðgeröir gegn ryðskemmdum i nýjum mannvirkjum ®.
Áhrif
Dregur úr aðgengi klórs og
koldloxlðs (karbonatisering) að járnum.
Aðgerð
Nægileg steypuhula
Þétt steypa
Vönduð eftirmeðhöndlun
Klsilryk, svifaska
Klórbindandi (blendi
Sinkhúðað járn Vörn þangað til sinkhúðin er horfin
Ryðfrítt stál Ryðgar ekki.
Yfirborðsmeðhöndlun á steypu Hindrar/ tefur fyrir klórupptöku.
Epoxy húðun Lokar fyrir súrefni, vatn og klór
Uppbygging mannvirkisins
Athugasemdir
v/s-tala < 0.40-0.45
steypuhula > 45-55 mm
Má ekki komast I snertingu við óvarið járn.
Örugg aðferð en kostnaðarsöm
Viðkvæm fyrir göllum/skemmdum á yfirborðinu
Hætta á staðbundinni tæringu við
skemmdir I yfirborðinu
Forðast vatnspolla, hættulegar sprungur o.fl.
Þéttleiki
Þéttleiki er nátengdur v/b-tölunni (vatns/bindiefni - hlutfallinu). Talið er að hægt sé,
með notkun flotefna, að lækka v/b-töluna niður í allt að 0,20-0,25, en við svo lágt hlut-
fall er sjálfútþornun í steypunni það mikil að veruleg hætta er á rýrnunarsprungum.
Varla er ráðlegt að nota steypu með v/b-hlutfalli mikið undir 0,40 til þess að tryggja sem
minnsta sprungumyndun vegna rýrnunar.
Klórinndrægni (klór - diffusion) lækkar með íblöndun possolana og getur því verið
skynsamlegt að nota possolana þegar sóst er eftir miklu þoli gegn klórinndrægni í stað
þess að lækka v/b-hlutfallið verulega.
Tækni- o g vísindagreinar i 3 3 5