Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 338
Hörðnunarskilyrði hafa veruleg áhrif á þéttleikann, sérstaklega skal nefna að gagnleg
áhrif sem nást með possolan-íblöndun skila sér best, ef nokkur tími líður frá því að steypt
er og þangað til sjó er hleypt að mannvirkinu.
Klórbinding
Talið er að 25-75 % af heildarklórmagni í steypunni sé bundið við bindiefnið, hlutfallið
er hæst þegar klórmagnið í steypunni er lágt.
Aukið innihald af aluminiumsamböndum í sementinu (C3A og C4AF) eykur klórbind-
ingu, en aukin gifsíblöndun minnkar klórbindinguna.
Iblöndun svifösku eykur hæfni til klórbindingar en hæfni kísilryks er aftur á móti óviss,
íblöndun kísilryks er þó talin til bóta vegna þess að kísilryksíblöndun, upp að vissu
marki, eykur þéttleika.
Til eru íblendi („corrosion inhibitors"), t.d. kalsium-nitríð sem auka hæfni til klórbind-
ingar, notkun þessara efna er umdeild.
Mynd 6. Katóðuvörn („Katodic protection") -Tæringu í innsteyptum
járnum fylgir rafstraumur (A). Með þvi að tengja járnin við straum-
gjafa er hægt að snúa rafstraumnum við og stöðva tæringuna (B).
Katóðuvörn („Katodic protection")
Með því að tengja spennugjafa/rafstraum við járna-
bendinguna er hægt að breyta járnabendingunni í
katóðu og þannig halda Fe++ jónunum við járnið og
þar með koma í veg fyrir eða stöðva tæringu. Til eru
ýmsar útfærslur á anóðum, m.a. innsteyptu neti á
yfirborðinu eða þræðir sem komið er fyrir í inn-
steyptum raufum. Katóðuvörn („Katodic protec-
tion") hefur verið notuð erlendis með góðum ár-
angri, en ekki er vitað til þess að aðferðinni hafi
verið beitt hérlendis. í t.d. „Katodisk beskyttelse -
state of the art, rapport 267, Vejdirektoratet 2003" er
að finna gott yfirlit yfir reynslu af þessari aðferð.
Lokaorð
Dregin hafa verið fram helstu atriði sem valda hættu á skemmdum í steypu í klórríku
umhverfi. Þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu hefur m.a. leitt til að byggður er fjöldi
bílastæðahúsa sem mörg eru mjög stór í sniðum. Mikilvægt er að vel takist til við hönn-
un og byggingu slíkra mannvirkja til þess að forðast ótímabærar og kostnaðarsamar
viðgerðir á skemmdum af völdum afísingarefna sem berast inn í þau með farartækjum.
Dæmi eru þegar um umgangsmiklar viðgerðir í nýlegum bílastæðahúsum. Með litlum
tilkostnaði er hægt að tengja sjálfvirkan mælabúnað við járngrindur, bæði í nýjum og
gömlum mannvirkjum. Með því móti gefst á einfaldan hátt kostur á að fylgjast með því
hvort og hvenær tæring járnbendingarinnar hefst og þannig grípa til mótvægisaðgerða í
tæka tíð ef þörf er á. Síðast en ekki síst nýtist þess konar búnaður til mikilvægrar
gagnaöflunar sem kæmi að notum við hönnun mannvirkja í framtíðinni. í mörgum
mannvirkjum ætti þess konar búnaður að vera eins sjálfsagður og bensínmælir í bílum,
en er það því miður ekki ennþá hér á landi. Nokkur framfaraskref hafa verið stigin hvað
varðar rannsóknir á klórmengun, en mikilvægt er að rannsóknir á því sviði haldi áfram
því mikið er í húfi. Ótímabær tæring hefur ekki aðeins í för með sér kostnaðarsamar
viðgerðir, í versta falli getur burðargeta mannvirkisins skerst með skelfilegum
afleiðingum.
336| Árbók VFlZTFl 2007