Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 345
og ekki er vitað hvenær neytendur verða mettir eða við hvaða hraða það gerist. Til
gamans má geta þess að bandaríska þingbókasafnið geymir um 136 Terabæt (1012) af
prentuðu efni, en umferðin um internetið árið 2006 var 8,4 Exabæt (1018) eða 62 þúsund
þingbókasöfn. Þetta er einnig ívið meira en öll töluð orð mannkynsins frá upphafi vega
sem metin eru 5 Exabæt. Vöxturinn í sjónvarpsfjarskiptum með IP-tækni er gríðarlegur
um þessar mundir. Kemur þar til ný dreifileið fyrir sjónvarp um IP-fjarskiptakerfi, IPTV
og einnig sjónvarp yfir internetið. Arið 2011 er þúist við að sjónvarpsflutningur með IP-
tækni (þ.á m. um internetið) verði á við 17-falda internetumferð ársins 2006 [5].
Síminn og Míla hafa nú markað þá stefnu að hætta að leggja kopamet og leggja eingöngu
ljósnet í nýjum hverfum árið 2008. Högun ljósnetsins er nefnd GPON (Gigabit Passive
Optical Network). Hér er á ferðinni afar hagkvæm leið við lagningu ljósneta sem býður
jafnframt mikinn tengihraða og skalanleika. I eldri hverfum geta Síminn og Míla boðið
viðskiptavinum sínum hagkvæma aðlögun að kröfum framtíðar. Með því að nýta VDSL-
tækni í götuskápum er hægt að bjóða afar hraðvirkar tengingar um parstrengi og jafn-
framt hefur Síminn lagt blástursrör fyrir ljósleiðara í jörð í hverfum sem byggð hafa verið
síðan árið 2001.
í fjarskiptum nútímans er IP-tæknin allsráðandi. IP er netlag sem þróað var seint á 8. ára-
tugnum og er enn nothæft vegna fjölda endurbóta og framfara í hálfleiðaratækni sem
gert hafa að verkum að hægt hefur verið að byggja upp öflug net þrátt fyrir hátt
flækjustig fjarskiptareglanna sem á þeim er beitt. Búist er við að ný einfölduð fjarskipta-
regla leysi IP af hólmi, væntanlega innan 25 ára.
Straumar og stefnur
í skýrslu Eurescom-verkefnisins [1] voru sett fram straumar og stefnur sem talin voru lík-
leg til að móta þróun netsins á komandi árum. Meðal þeirra má nefna:
• Alltaf tengd, alls staðar: Fartölvur, farsímar og önnur handtæki munu geta tengst
netinu hvar og hvenær sem er og krafan um bandbreidd til slíkra tækja mun
aukast. Notkun á netinu í farsímum og lófatölvum verður almenn. Betri rafhlöður
munu draga úr þörfinni fyrir nokkurs konar snúrur. Netkaplar munu hverfa úr
skrifstofuumhverfinu, en föst tæki s.s. móttökutæki fyrir sjónvarpsútsendingar
(set-top box) munu áfram tengjast með snúrum.
• Forrit verða á vefnum: Viðmót á forrit munu í auknum mæli færast inn í vafra og
byggjast á vefstöðlum. Tölvupósturinn er eitt besta dæmið um að þessi þróun er
þegar hafin, þar sem vefpóstur á borð við Gmail er orðinn fyllilega samkeppnis-
hæfur við sérhæfð forrit á borð við Outlook. Sömuleiðis má finna frambærilegan
veflægan skrifstofuhugbúnað sem samsvarar Office-forritunum (zoho.com,
docs.google.com), gagnagrunnsforrit svipuð Access (dabbledb.com) og jafnvel
forrit sem hægt er að nota við einfalda myndvinnslu (phixr.com).
Kostirnir eru ýmsir. Gögnin liggja á Netinu og eru því aðgengileg hvaðan sem er.
Aukin fjölbreytni í stýrikerfaflórunni með uppgangi Linux og Mac OS á kostnað
Windows, auk stýrikerfa í farsímum og lófatölvum gera það að verkum að
vefviðmót eru góður kostur til að ná til sem flestra notenda, uppfærslur ná til allra
notenda samtímis og hugbúnaðarþjófnaður er nær ómögulegur.
• Þörf fyrir reiknigetu heldur áfram að aukast: Hækkandi rafmagnsverð, aukin
orkuþörf og umhverfisþættir - s.s. losun gróðurhúsalofttegunda, skipta nú þegar
verulegu máli við rekstur vélabúa. Burtséð frá því hvort tölvuvinnsla flyst í
auknum mæli inn í miðlæg vélabú eða heldur áfram að vera sinnt að verulegu
Tækni- o g vísindagreinar
3 4 3