Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2007, Page 369
afköst botnrásarinnar er um 350 m3/s við 165 m hámarksþrýsting. Lokurnar eru tvær í
röð og stjórnar neðri lokan rennslinu. Jafnframt er unnt að loka efri lokunni til viðhalds
á þeirri neðri ásamt römmum.
Lokurnar eru með mismunandi þéttingar og er neðri lokan (stjórnlokan) með málm-
þéttingar, en sú efri (varalokan) með gúmmíþéttingar. Lárétt viðhaldsloka í falsi vara-
lokunnar gerir kleift að fjarlægja varalokuna til viðhalds. Þar sem varalokan er með þétt-
ingar á þeirri hlið sem snýr upp í strauminn, þá verður falsið þrýstingslaust þegar henni
er lokað og þar af leiðandi er hægt að fjarlægja láréttu viðhaldslokuna. Með þessu móti
er hægt að viðhalda öllum þremur lokunum við fyllt lón.
Stálfóðraðar fallpípur
Tvær lóðréttar fallpípur liggja frá miðlínu greiningar, sem komið hefur verið fyrir í
aðrennslisgöngunum í 432 m hæð y.s. og ná þær niður í 12 m hæð y.s. Þessar 420 m löngu
stálpípur eru með lengstu lóðréttu fallpípum sem hafa verið gerðar. Stálpípurnar eru án
styrktarhringja og hannaðar fyrir fullan innri og ytri þrýsting. Láréttar bergspennur
umhverfis pípurnar reyndust það lágar að nauðsynlegt reyndist að fóðra þær báðar í
heild sinni með stáli að innanverðu. Innanvert þvermál stálfóðringarinnar er 3.400 mm
og er hún gerð úr S355 til S460 stáli, mest 58 mm að þykkt. Fóðringin er úr 9 m háum sam-
settum einingum og voru vindur notaðar til að láta hverja einingu síga niður frá loku-
húsi, sem staðsett er fyrir ofan pípurnar. Að því búnu var steinsteypu dælt umhverfis
þær, án grautunar.
Lóðréttar fallpípur í samanburði við hallandi
Á undirbúningsstiginu komu bæði lóðréttar og hallandi fallpípur
til greina. Hallandi fallpípur eru lengri og af þeim sökum dýrari í
framkvæmd, en á móti komu styttri aðkomu-, strengja- og
frárennslisgöng og voru því báðar gerðir boðnar út, svo að unnt
væri að meta hvor leiðin væri hagkvæmari. í stöðvarhússútboði
var því gert ráð fyrir bæði lóðréttum fallgöngum og göngum með
30° halla, ásamt greftri. f útboði á þrýstipípum var gert ráð fyrir
báðum möguleikum, þ.e. bæði lóðréttum og láréttum þrýstipípum.
Öll tilboð sem bárust voru opnuð samtímis svo að samanburður
yrði sem raunhæfastur.
Lóðréttu fallpípurnar reyndust hagkvæmari kosturinn í heild.
Aðallega má rekja það til þess að sparnaðurinn vegna styttri að-
komu-, strengja- og frárennslisganga náði ekki að vega upp þá
kostnaðarsömu jarðvegs-, stálfóðringar- og steypuvinnu, sem hall-
andi og um leið lengri stokkar útheimta, jafnvel þó að umrædd
tengigöng hefðu yfir 130 m í samanlagt þversnið.
Bestun fallganga
Þvermál ganganna sem boðin voru út fyrir þrýstipípurnar nam
4.500 mm. í verksamningi um gerð stálpípunnar var tilgreint 3.400
mm innra þvermál á stálpípum, auk þess sem heimilt var að gera
ráð fyrir utanáliggjandi styrkingum sem væru að hámarki 200 mm.
Á lokastigum hvorrar samningsgerðar fyrir sig leiddi bestun á
jarðvegsvinnu og hönnun stálfóðringar til þess að þvermál jarð-
ganganna var minnkað í u.þ.b. 4.000 mm. Áthyglisvert er að þótt
Mynd 5. Lóðrétt snið í
fallpípu.
Tæknl- og vísindagreinar i 3 67